Réttur


Réttur - 01.01.1952, Page 14

Réttur - 01.01.1952, Page 14
Einvígi íslenzks anda við amerískt dollara- vald eftir F.IN'A R OI.GEJRSSON Eymdin hefur aftur haldið innreið sína á íslandi. Það sverfur að alþýðufjölskyldunum um alt land. Það sér á börnunum að þau hafa ekki fengið nóg að borða. Alþýðuheimilin eru að selja allt, sem þau mega án vera, og jafnvel líka það nauðsynlegasta. Það, sem alþýðan hafði eignast í sókn sinni síðustu 10 árin, er að verða ræningjum íhalds og Framsóknar að bráð. Féflettingar- og fjár- plógsstarfsemi valdhafanna er rekin með skipulögðu miskunnar- leysi í krafti fantataka þeirra á atvinnu- og fjármálalífi landsins. Að þessu sinni er það hvorki eldur né ís, sem veldur neyðinni á íslandi, heldur ekki markaðskreppa erlendis né skortur á at- vinnutækjum innanlands. Nú er það einokun amerísks auðvalds á fjármálalífi íslendinga, framkvæmd af íslenzku einokunar- og embættisvaldi, á ábyrgð þess og þeirra stjórnmálaflokka, er styðja það. Atvinnuleysið og skorturinn eru skipulögð með því harðvít- uga banni á lánveitingum, sem ríkisstjórnin fyrirskipar, og með einokun hennar á útflutnings- og innflutningsverzlun, sem hún viðheldur til þess að tryggja erlendum auðhringum aðstöðu til arðráns á íslendingum og sínum eigin gæðingum mola af þeirra borðum. En bak við hana stendur ameríska auðvaldið, sem í krafti „Efnahagssamvinnunnar“ krefst þess að hún hindri eftir megni viðskiptin við lönd sósíalismans, en komi á nægilega miklu at- vinnuleysi innanlands til þess, að veikja verkalýðssamtökin í við- námi þeirra gegn kaupráninu. Þessi eymd, sem nú sverfur að atvinnulausum verkalýð, breiðist út um allt þjóðfélagið von bráðar. Hún kemur fram í minkaðri kaupgetu, sem leiðir til atvinnuminkunar eða stöðvunar hjá hand- verksmönnum, kaupmönnum, iðnrekendum. Gjaldþrotum fjölgar, atvinnuleysið vex sem snjóbolti, er veltur niður hlíð. Og áður en langt um líður kemur þessi neyð einnig niður á bændum í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.