Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 116
116
RÉTTUR
einkum hvað gera mætti með tilliti til „árstiðaatvinnuleys-
is“ og hina til að rannsaka atvinnuástandið í iðnaðinum.
M. ö. o. ríkisstjórnin lofaði að „athuga“ það „atvinnu-
ástand“, sem hún sjálf hefur skipulagt og heldur áfram að
skipuleggja með ráðnum hug. Atvinnuleysi þúsunda manna
um hávertíðir, er kallað „árstíðaatvinnuleysi.“ Öllu háðu-
legra gat það ekki verið. Enda játaði forseti Alþýðusam-
bandsins að það væri „algert matsatriði, hvort þetta yrði
nokkuð í raunveruleikamun.“
Aðalatriði sáttmálans var þó ekki gert heyrum kunnugt.
En enginn efast um að það er fólgið í þvi, að Sjálfstæðis-
flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn,
taka höndum saman í kosningum til Alþýðusambandsþings
á næsta hausti til þess að tryggja ríkisstjórninni völdin í
Alþýðusambandinu, enn eitt kjörtímabil.
Af ráðnum hug var ráðstefnan kvödd svo seint saman,
að engin tök voru á því að undirbúa almenna uppsögn samn-
inga fyrir 1. maí úr því sem komið var.
Ályktunaruppkastið, sem sambandsstjórn lagði fram,
var í samræmi við sáttmálann, en að öðru leyti almennt
glamur. Forseti neitaði að bera upp tillögu, sem fram kom
um að vísa málinu til nefndar, svo hægt yrði að athuga
það milli funda.
Eðvarð Sigurðsson, fulltrúi Dagsbrúnar bar fram tillögu
um að verkalýðsfélögin hefðu skipulagðan undirbúning, að
uppsögn samninga fyrir eftirfarandi meginkröfum:
1. Endurskoðun kaupgjaldsákvæða samninganna.
2. Atvinnuleysistryggingum.
3. 40 stunda vinnuviku með óskertu kaupi.
Þessi tillaga var áreiðanlega 1 fullu samræmi við vilja
mikils meirihluta verkalýðsins í landinu: Að verkalýðsfé-
lögin beiti samtakamætti sínum til allsherjar gagnsóknar
gegn því atvinnuleysi, sem stefna ríkisstjómarinnar hefur
leitt yfir þjóðina.
Á ráðstefnunni voru nær eingöngu mættir fulltrúar frá