Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 118
118
RÉTTUR
þykktur. Dómur Hæstaréttar í máli þessu féll 12. maí. Var
hann að mestu staðfesting á dómi undirréttar, en sam-
kvæmt honum voru 20 menn, af 24 ákærðum dæmdir í 3—
18 mánaða fangelsi hver eða 116 mánuði samtals, og margir
sviftir mannréttindum. Fangelsisdómar Hæstaréttar voru
95 mánuðir samtals, 8 fengu skilorðsbundinn dóm og 8
voru sviftir almennum borgaralegum réttindmn.
Verjendur fyrir Hæstarétti voru ýmsir færustu lög-
fræðingar landsins. Sönnuðu þeir að dómur undirréttar
væri markleysa ein og réttarhneyksli. Málum allra sak-
borninganna var steypt saman í eitt og dæmt á þeim grund-
velli að um skipulögð samtök til árása á Alþingi hefði verið
að ræða, enda þótt sannað væri að engin slík samtök áttu
sér stað. Lögfræðingarnir sýndu fram á, að þeir sem sök
áttu á óeirðunum voru fyrst og fremst formenn stjórnar-
flokkanna, sem stefndu mannf jöldanum til Alþingishússins
og lögreglustjóri, sem lét lögreglu sína og Heimdellinga
ráðast til atlögu gegn fólkinu með kylfum og táragasi án
aðvörunar eins og lög standa til. Ennfremur sýndu þeir
fram á að enginn áfellisdómur yrði byggður á framburði
vitna þeirra, sem voru í þjónustu afturhaldsflokkanna, þar
sem eitt rak sig á annars hom.
Hæstiréttur lét allar þessar sannanir sem vind um eyrun
þjóta og staðfesti dóm undirréttar að meginefni til. For-
sendurnar voru einna líkastar áróðursgrein í Morgunblað-
inu eftir Bjarna Benediktsson.
Samtímis féll dómur Hæstaréttar í máli Einars Olgeirs-
sonar í sambandi við þessa atburði, og er hann sérstaklega
táknrænn. Einar hafði verið dæmdur í 900 króna sekt í
undirrétti fyr^r að „móðga“ réttinn með yfirlýsingu, er
hann lét bóká, þegar honum var stefnt til yfirheyrslu út
af því sem gerðist 30. marz. Var hún á þá leið, að hann
neitaði að svara fyrirspumum réttarins, fyr en hinum seku,
lögreglustjóra og formönnum þríflokkanna, hefði verið
stefnt fyrir rétt. Fyrr væri ekki hægt að líta á réttinn sem