Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 69
RÉTTUR
69
varðandi efnivörur þær, sem framleiddar eru á íslandi og vitnað
er til í V. grein.
Þá er í 8. gr. eftirfarandi ókvæði um fréttastarfsemi:
„Ríkisstjórnir íslands og Bandaríkjanna viðurkenna, að það
sé beggja hagur, að fullkomnar upplýsingar séu veittar almenn-
ingi um markmið og framkvæmdir hinnar sameiginlegu áætlun-
ar um viðreisn Evrópu .... Það er viðurkennt, að víðtæk út-
breiðsla upplýsinga um framgang áætlunarinnar sé æskileg.......
Ríkisstjórn íslands mun stuðla að útbreiðslu slíkra upplýsinga,
bæði fyrir sitt leyti og í samvinnu við efnahagssamvinnustofnun
Evrópu. Mun hún láta fréttastofnunum í té slíkar upplýsingar
til að tryggja það að hæfileg aðstaða verði fyrir hendi til slíkrar
útbreiðslu.“
Þetta eru aðeins fáar glefsur úr samningnum, en þær sanna þó
nokkuð hve víðtækar skuldbindingar íslenzku þjóðinni voru
bundnar. Viðváranir allar, er eingöngu komu frá sósíalistum,
drukknuðu í því áróðursflóði, er skjótlega var hellt yfir þjóðina og
kölluð æskileg útbreiðsla upplýsinga „um markmið og framkvæmd
hinnar sameiginlegu áætlunar um viðreisn Evrópu,“ og náðu því
Rtið til almennings.
Nú liggur hinsvegar fyrir fjögurra ára reynsla. Sú reynsla
snertir meira og minna hvert einasta heimili í þjóðfélaginu. Hún
er ólýgnasti vottur um réttmæti þeirra viðvarana er andstæðingar
samningsins fluttu, og ósannindi þess áróðurs, er stjórnarvöldin
hafa haldið að þjóðinni um ágæti hans.
Rétt er þó, áður en lengra er farið, að minna á ummæli nokkurra
arnerískra blaða, þar sem kveður við allmikið annan tón en þann,
er íslenzka þjóðin hefur heyrt bæði frá borgaralegu blaðapress-
Unni og ríkisútvarpinu, síðan valdhafarnir þóttust mega kasta
grímunni og gerast ósviknir áróðurspostular þessarar stefnu.
Hinn 27. febr. 1948 gaf útbreitt amerískt tímarit „United States
News and World Report“ eftirfarandi lýsingu á valdi fram-
kvæmdastjóra áætlunarinnar í grein, sem nefndist:
„Hvað fá Bandaríkin fyrir hjálp sína?“
„Framkvæmdastjóri áætlunarinnar verður raunverulegur for-
stjóri heimsviðskiptanna. Hann fær aðstöðu til að segja t. d. Frakk-
tandi, hvort eigi að endurbyggja járnbrautirnar þar í landi, eða
t. .d bæta þjóðvegina. Hann getur ákveðið hvort auka skuli véla
notkun landbúnaðarins. Hann mun ákveða hvort Ruhr eða Bret-
land gangi fyrir að fá kolanámuvélar. Hann mun stöðva dollara-
strauminn alveg ef einhver lönd halda ekki skilyrði hans.“