Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 2
130
RÉTTUR
Til látins þjóðskálds
eftir W. Wordsworth
Ó, listaskáld! Vor gamla feðragrund
er grómuð eins og staðnað fúadý.
Nú væri þörf á þínum stormagný;
vor þjóðarmenning, sem á hættustund
lét falt það sem hún fékk í heimanmund
af farsæld, lýtur Mammoni eins og þý.
Rétt þú oss hönd! Ó, vitja vor á ný
og vek oss manndáð, kjark og frelsislund!
Þín sál var eins og stjarna stök við ský,
þín stolta rödd var þung sem ólgusær,
sem heiðis ljómi himinbjört og tær.
í slíkri tign þú lifðir lífi því,
sem lét í té hvert þorp og dalabær,
því hljóðlát önn var hjarta þínu kær.
Eftir lestur ritdóms
eftir J. Milton
Það hafði að vísu verið ætlun mín
að velja sönnu frelsi maklegt hól,
er skyndilega gjammar glefsið fól
og galar, hvæsir, urrar, geyr og hrín
sem umskiptingar epji snjáldur sín
að Ólympsbörnum þeim, sem Leto ól,
til þess að hremma síðan mána og sól.
Svona er að kasta perlum fyrir svín