Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 25

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 25
RÉTTUR 153 Er þjóðin hafði í frjálsum og leynilegum kosningum lýst sig samþykka hinni sósíalistísku stefnu, samþykkti þingið nýja stjórn- arskrá 1949, er staðfesti þá félagslegu þróun, er þegar var orðin, og þá stefnu, er nú hafði verið endanlega ákveðin. í hinni nýju stjórnarskrá er fram tekið, að Ungverska alþýðu- lýðveldið sé ríki verkalýðs og vinnandi bænda og öll völd þess skuli vera í höndum ungversku alþýðunnar. Framleiðslutækin eru að mestu leyti almenningseign og stefnt er að aukinni þjóðnýtingu. Fyrirfram gerðar áætlanir, sem miða markvíst að hinni sósíalist- ísku uppbyggingu, ákvarða þróun atvinnulífsins. Æðsta stofnun ríkisvaldsins er þingið, handhafar ríkisvaldsins í héraði eru héraðs- bæja- og sveitaráð. Þingmenn og meðlimir hinna ýmsu ráða í héraði eru kosnir af borgurum ríkisins með beinum, leynilegum kosningum til fjögurra ára í senn. Hin stað- bundnu ráð annast stjórnarstörf hvert á sínu valdsvæði og eru fulltrúar ríkisvaldsins. Þau kjósa framkvæmdanefndir innan sinna vébanda. Ráðin eru ábyrg gagnvart kjósendum sínum og gagn- vart æðri ráðum og þingi. Æðsta stofnun stjórnarkerfisins er ríkisstjórnin. Með dóms- vald fara hæsti réttur og undirréttir. Dómarar eru kjörnir. Sér- hver kjörinn embættismaður ríkisins er skyldugur að standa kjós- endum sínum reikningsskap gerða sinna. Kjósendunum er heimilt að setja fulltrúa sína hvenær sem er af embætti, ef þeir eru ó- ánægðir með störf hans. Þá eru talin upp í stjórnarskránni réttindi borgaranna og skyld- ur. Borgarar Ungverska alþýðulýðveldisins eiga rétt til atvinnu og launa í samræmi við þau störf, er þeir leysa af hendi. (Atvinnu- leysi var þegar úr sögunni í lok þriggja-ára-áætlunarinnar, og á sumum sviðum var orðinn skortur á þjálfuðum verkamönnum). í stjórnarskránni eru ákvæði um heilsuvernd hins vinnandi fólks, menntun þess og fjölskylduvernd. Hún tryggir öllum borgurum, án tillits til kyns, trúar eða þjóðernis, jafnan rétt. Þó veitir stjórn- arskráin konum nokkur sérréttindi, því að hún tryggir þeim or- lof á fullum launum um meðgöngutímann og styrkir mæðra- og ungbarnavernd. Ríkið lætur sér sérstaklega annt um að hlynna að æskunni og efla vísindi og listir og veita borgurum sínum öll lýðréttindi og möguleika á að neyta þessara réttinda. Jafnframt leggur það borgurunum þá skyldu á herðar að vernda eigur al- þjóðar og verja föðurlandið. Ungverska alþýðulýðveldið veitir griðland þeim erlendum rík- isborgurum, er sæta ofsóknum í föðurlandi sínu fyrir lýðræðisaf- stöðu sína eða baráttu í þágu frelsis þjóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.