Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 17
RÉTTUR
145
ber að varðveitast: samtímarithönd og nöfn meir en 27
þúsund Islendinga á samstæðum skjölum.
Aldrei fyrr hafði íslenzka þjóðin heitt sér jafn almennt
og eindregið fyrir neinu réttlætismáli sem því, er hér um
ræddi.
Meir en 27 000 Islendingar lýstu því opinberlega yfir,
að þeir væru andvígir framkvæmd á dómum Hæstaréttar,
en óskuðu hinsvegar sakaruppgjafar og fullra mannrétt-
inda fyrir hina dæmdu Islendinga.
Undirskriftasöfnunin varð að dómi þjóðarinnar yfir þeim,
er dæmt höfðu, og þó öllu fremur yfir þeim, er báru alla
ábyrgð á aðdragandanum.
Með undirskriftasöfnuninni beið bandaríska herveldið
veigamikinn ósigur fyrir íslenzku þjóðinni.
★
Þegar þetta er ritað, 10. október, hefur enn ekkert gerst
svo vitað sé af hálfu forseta Islands varðandi sakarupp-
gjöf og endurveitingu mannréttinda. 1 gær var haldinn
fyrsti ríkisráðsfundurinn undir forsæti hins nýja forseta.
Samkvæmt tilkynningu um hann, hefur erindi 27.346 Is-
lendinga ekki verið tekið þar á dagskrá. Vonandi verður
þess þó ekki langt að bíða.
En þangað til þarf þjóðin að vera á verði.
Eggert Þorbjarnarson.
10