Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 63
Békafréttir
Alexander Popovski: Der
Mechanismus des Bewusst-
seins. (Starfsemi vitundar-
innar). (Aufbau Verlag,
Berlín 1951).
I. P. Pavlov, rússneski vísinda-
maðurinn alkunni, hefur lagt
einna drýgstan skerf til haldgóðr-
ar þekkingar á starfsemi heilans,
og með kenningu hans um skil-
yrðisbundin viðbrögð er fengin
undirstaða til frekari vísindalegra
rannsókna og skýringa á vitund-
arlífinu. Einna aðsópsmestur allra
lærisveina hans er Konstantin M.
Bykov, en frá honum, starfi hans
og uppgötvunum er sagt í þessari
bók. Höfundinum, A. Popovski,
tekst að segja mjög skilmerkilega
og skemmtilega frá, svo að auð-
velt er að fylgjast með, enda þótt
lesandinn hafi enga sérþekkingu
í þessum efnum. Höfundurinn
leiðir okkur stundum inn á til-
raunastofu Bykovs og lætur okk-
ur fylgjast með rannsóknunum,
mistökum og vonbrigðum, bar-
áttu og sigrum. Og á leiðarenda
höfum við ekki aðeins kynnzt
ýmsum merkilegum uppgötvun-
um og skýringum, heldur og feng-
ið nokkra hugmynd um erfið-
leika þá og vandkvæði sem öllu
sönnu, vísindastarfi er samfara.
I. P. Pavlov und die Medi-
zinsche Wissenschaft. (Pav-
lov og læknavísindin, Ber-
lín 1951.
Bók þessi er safnrit og fjallar
um kenningar Pavlovs og þó eink-
um gildi þeirra fyrir læknavís-
indin. Hún hefst á stuttu æviá-
gripi hans, og síðan kemur frægur
fyrirlestur, sem hann hélt á þingi
lækna og lífeðlisfræðinga í
Moskvu 1910 og fjallar um nátt-
úruvísindin og heilann. En þar
segir hann frá rannsóknum sín-
um og kenningum um „skilyrðis-
bundin viðbrögð”, og krefst vís-
indalegra vinnuaðferða í rann-
sókn sálarlífsins. Meginefni bók-
arinnar er fyrirlestrar þeirra K.
M. Bykovs og A. G. Ivanov-
Smolenskí, en þar eru raktar
meginkenningar Pavlovs á þessu
sviði og sú þróun, er þær hafa
tekið, og viðhorfið nú. Er bókin
fróðleg um margt og hin nytsam-
legasta.
Dr. Georg Schneider: Die
Evolutionstheorie, das
Grundprobleem der mod-
ernen Biologie. Þróunar-
kenningin, meginvandamál
nútímalíffræði. Deutscher
Bauerverlag, Berlín 1952.
Höfundurinn rekur í megin-
dráttum feril þróunarkenningar-
innar, allt frá því að Kaspar
Friedrich Wolf setti fram hug-
myndir í þá átt í bók sinni (dokt-
ors-ritgerð) „Theoria Generation-