Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 44
172
RÉTTUR
félaginu fullum stuðningi til allra löglegra aðgerða vegna
uppsagnanna."
Fundur í Félagi járniðnaðarmanna ræddi uppsagnarmál-
ið aftur þ. 16. sept. s.l. Á fundinum voru samþykktar eftir-
farandi tillögur, mótatkvæðalaust:
„Fundurinn ítrekar þá málaleitan, er stjóm félagsins
hefur borið fram við framkvæmdastjóra Alþýðusambands
Islands og formann Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í
Reykjavík um að þessir aðilar gangist fyrir eins dags verk-
falli allra meðlima verkalýðsfélaganna í Reykjavík, til að
mótmæla árásinni á forustumenn félagsins af hendi Vél-
smiðjunnar Héðins, sem félagið telur einnig ógnun við
verkalýðshreyfinguna í heild. Jafnframt skorar félagið
á verkalýðssamtökin 1 landinu og alla meðlimi þeirra að
gera sér fulla grein fyrir þeim atburðum, sem hér eru að
gerast og standa einhuga gegn slíkum ofbeldisárásum í
framtíðinni."
„Fundur haldinn í Félagi járniðnaðarmanna, þriðjudag-
inn 16. sept. 1952, heldur fast við þá kröfu sína að þeir 3
félagsmenn, er sagt var upp vinnu 1 Vélsmiðjunni Héðni
verði teknir til vinnu aftur og samþykkir félagið að hefja
málsókn á Vélsmiðjuna Héðin til að rétta hlut þeirra og fá
brottrekstrinum hnekkt.“
„Fundur í Félagi jámiðnaðarmanna, haldinn 16. sept.
1952, tjáir þeim starfsmönnum Vélsmiðjunnar Héðins sér-
stakar þakkir og virðingu, er mótmæltu árásinni á félagið
með því að leggja niður vinnu hjá fyrirtækinu og telur að
þeir hafi gefið félagsmönnum og allri verkalýðsstéttinni
lofsvert fordæmi með drengilegri afstöðu sinni.“
Á fundinum ætlaði stjórn Félags járniðnaðarmanna að
láta fara fram, með atkvæðagreiðslu, skoðanakönnun um
það hvort fundarmenn teldu að trúnaðarráð félagsins ætti
að lýsa yfir vinnustöðvun á Vélsm. Héðinn. Af því varð ekki
vegna mótmæla margra fundarmanna, undir forystu Sigur-
jóns Jónssonar f. v. formanns félagsins.