Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 7

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 7
RÉTTUR 135 höfðu að skotmarki, og þangað fluttu þeir í því skyni 870 tonn af sprengjum, 9.600 napalmsprengjur og 150 þúsund smærri sprengjur. — Starfslið Rakosi-sjúkrahússins hafði aldrei lifað aðra eins nótt og aðfaranótt 13. júlí. Alhr ungversku læknarnir og hjúkrunarkonurnar voru önnum kafin. Sömuleiðis aðstoðuðu þeir, sem annars fengust ekki við sjúkrahjálp. Blaðafulltrúinn sótti vatn í brunninn og eldhússtúlkurnar aðstoðuðu við að klæða hina særðu. Und- antekningarlaust allir gáfu blóð. Það þarf mikið blóð handa lækningastofnuninni, og björgunarstarfið má ekki stöðvast vegna blóðskorts. Einn ungverski læknirinn stend- ur úti í horni lækningastofunnar með samanbitnar varir, og tekur sjálfinn sér blóð. Læknisaðgerðir fara fram á þremur samsíða borðum í tólf stundir samfleytt. Þrjátíu og einn uppskurður er gerður á einni nóttu. Það er ekki aðeins hitinn og þreytan, sem menn verða að þola, heldur líka þjáningar svo miklar, að kverkarnar herp- ast saman og tárin brjótast fram. Fyrst og fremst eru það börnin, örlög þeirra og helsærðir líkamir sem vekja í brjósti manns slíka kvöl, að það er eins og hjarta manns ætli að bresta. Þarna sitja tveir snáðar, hvor við annars hlið, smápattar, sem geta ekki einu sinni sagt til nafns síns. Þeir eru fluttir upp í lækningastofuna og kallaðir „Egi 1“ og „Egi 2“. (Óþekktur snáði nr. 1 og óþekktur snáði nr. 2). Einhver hafði rekizt á þá á götu í Pjongjang, hættulega særða. Enginn veit um ætterni þeirra, né hvort nokkur nákominn finnur þá nokkurn tíma, eða hvort for- eldrar þeirra eru á lífi. Á einum börunum liggur brennd kona. Hún heitir Pjon San, og er 25 ára að aldri. And- lit hennar er þakið sárum, og augun eru brunnin úr henni. Hún hefur orðið fyrir napalmsprengju. Við hlið hennar liggur kornungur sonur hennar, sem hefur fengið vélbyssu- kúlu í gegnum vinstra lærið. Nú kemur konan aftur til meðvitundar. Nafn hennar er fært í bók, ásamt aldri, sömuleiðis hvenær hún særðist og hvernig. Þvínæst er hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.