Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 10
UndirskrifÉasöfnimíii
nt af 30. marz
dómnnnm
eftir EGGERT ÞORBJARNARSON
1 síðasta hefti Réttar, innlendu víðsjánni, var greint frá
dómum Hæstaréttar í 30. marz-málinu, en þeir gengu 12.
maí síðastliðinn. Einnig var greint frá hinum fjölmenna
fundi, er Sósíalistaflokkurinn gekkst fyrir 16. maí í Austur-
bæjarbíói, og samþykktum hans, en hann hét fylgi sínu við
hver þau samtök, er beittu sér fyrir fullri sakaruppgjöf og
endurheimt mannréttinda fyrir hina tuttugu dæmdu Islend-
inga.
Með þessum fundi var frumkvæðið raunverulega tekið
að þeirri víðtæku undirskriftasöfnun, er hrundið var af stað
réttum mánuði síðar.
★
Dómar Hæstaréttar höfðu komið þvert á hugmyndir al-
mennings, enda voru þeir amerískrar ættar.
Áköf andúð reis gegn þeim meðal þjóðarinnar. Þeir særðu
réttarvitund hennar. Fjöldi fólks skildi, að dómunum var
ekki aðeins stefnt gegn Sósíalistaflokknum, heldur engu
síður gegn öllum öðrum Islendingum, sem voru þá orðnir