Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 29

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 29
BÉTTUR 157 nemi alls 600 þús. til 650 þús. verkamanna og starfsmanna. Þetta vinnuafl á að koma að verulegu leyti frá landbúnaðinum, þar sem hinn aukni vélakostur leysir það af hólmi, en einnig er gert ráð fyrir að konum fjölgi til muna í iðnaðinum. Áætlað er, að þjóðartekjurnar aukist á tímabili fimm-ára-áætl- unarinnar um 120—140%. Þáttur kapítalistísks reksturs í þjóðar- búskapnum minnkar á tímabilinu úr 20% niður í 1—2%. Það þýð- ir, að arðrán má kallast úr sögunni í lok áætlunarinnar, hins vegar táknar það ekki, að allur atvinnurekstur sé orðinn með sósíalist- ísku sniði. Töluvert verður enn af alls konar smáatvinnurekstri í einkaeign, einkum í landbúnaðinum, en þar vinna eigendurnir sjálfir og fjölskyldur þeirra eingöngu að framleiðslunni. í samræmi við hina miklu aukningu þjóðarteknanna batna lífs- kjörin stórlega. Gert er ráð fyrir aukinni kaupgetu, sem nemi 50—55% í lok áætlunarinnar. Kemur þessi bætti hagur fyrst og fremst fram í því, að hver einstaklingur veitir sér meira af alls konar neyzluvörum. Þannig er gert ráð fyrir, að neyzla hafi auk- izt á mann í lok áætlunarinnar miðað við neyzluna árið 1950: á mjólk 45%, sykri 30—35%, feitmeti 25%, ennfremur kaup á skó- fatnaði 50—60%. Hækkun lífskjaranna verður að vísu ekki jafn- mikil í öllum stéttum. Mest verða umskiptin meðal þeirra, sem fátækastir voru, t.d. meðal iðnaðarverkamanna, sem lifðu við sár- ustu fátækt fyrir stríð, svo og meðal mikils hluta sveitaalþýðunn- ar. Einnig batna kjör menntamanna og listamanna stórlega. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi afrek á andlegu sviði. Þau eru kennd við frelsishetjuna Kossuth og nema 20 þúsund forint. Þá er það mikilvægt atriði varðandi afkomu almennings, að atvinnuleysi er ekkert í landinu, og æ fleiri einstaklingar eiga kost á að afla sér tekna. Þannig voru þeir, sem tóku laun í apríl 1950 170.000 fleiri en í sama mánuði árið áður. En auk launanna njóta laun- þegarnir mikilvægra félagslegra hlunninda. Eru þau metin hér um bil 38% miðað við grunnlaun. Þessi fríðindi eru orlof á fullum launum, 8 greiddir hátíðisdagar, dvöl á hressingarhælum fyrir lágt verð, launaviðbót vegna heimilisstofnunar og vegna ómaga, ýmis hlunnindi menningarlegs eðlis (menningarmiðstöðvar, skól- ar o.s.frv.), ókeypis tryggingar. Launþegarnir þurfa hvorki að greiða skatta né iðgjöld, því að vinnuveitandinn greiðir allt slíkt. Geysistór upphæð — 1,7 milljarðar — er í fimm-ára-áætluninni ætluð til byggingar skólahúsa fyrir alls konar skóla. Eins og áð- ur var minnst á voru skólarnir í hinu gamla Ungverjalandi ekki ætlaðir alþýðu manna og gátu ekki veitt viðtöku nema mjög fá- um. Iðnvæðing landsins útheimtir hins vegar almenna fræðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.