Réttur


Réttur - 01.06.1952, Side 29

Réttur - 01.06.1952, Side 29
BÉTTUR 157 nemi alls 600 þús. til 650 þús. verkamanna og starfsmanna. Þetta vinnuafl á að koma að verulegu leyti frá landbúnaðinum, þar sem hinn aukni vélakostur leysir það af hólmi, en einnig er gert ráð fyrir að konum fjölgi til muna í iðnaðinum. Áætlað er, að þjóðartekjurnar aukist á tímabili fimm-ára-áætl- unarinnar um 120—140%. Þáttur kapítalistísks reksturs í þjóðar- búskapnum minnkar á tímabilinu úr 20% niður í 1—2%. Það þýð- ir, að arðrán má kallast úr sögunni í lok áætlunarinnar, hins vegar táknar það ekki, að allur atvinnurekstur sé orðinn með sósíalist- ísku sniði. Töluvert verður enn af alls konar smáatvinnurekstri í einkaeign, einkum í landbúnaðinum, en þar vinna eigendurnir sjálfir og fjölskyldur þeirra eingöngu að framleiðslunni. í samræmi við hina miklu aukningu þjóðarteknanna batna lífs- kjörin stórlega. Gert er ráð fyrir aukinni kaupgetu, sem nemi 50—55% í lok áætlunarinnar. Kemur þessi bætti hagur fyrst og fremst fram í því, að hver einstaklingur veitir sér meira af alls konar neyzluvörum. Þannig er gert ráð fyrir, að neyzla hafi auk- izt á mann í lok áætlunarinnar miðað við neyzluna árið 1950: á mjólk 45%, sykri 30—35%, feitmeti 25%, ennfremur kaup á skó- fatnaði 50—60%. Hækkun lífskjaranna verður að vísu ekki jafn- mikil í öllum stéttum. Mest verða umskiptin meðal þeirra, sem fátækastir voru, t.d. meðal iðnaðarverkamanna, sem lifðu við sár- ustu fátækt fyrir stríð, svo og meðal mikils hluta sveitaalþýðunn- ar. Einnig batna kjör menntamanna og listamanna stórlega. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi afrek á andlegu sviði. Þau eru kennd við frelsishetjuna Kossuth og nema 20 þúsund forint. Þá er það mikilvægt atriði varðandi afkomu almennings, að atvinnuleysi er ekkert í landinu, og æ fleiri einstaklingar eiga kost á að afla sér tekna. Þannig voru þeir, sem tóku laun í apríl 1950 170.000 fleiri en í sama mánuði árið áður. En auk launanna njóta laun- þegarnir mikilvægra félagslegra hlunninda. Eru þau metin hér um bil 38% miðað við grunnlaun. Þessi fríðindi eru orlof á fullum launum, 8 greiddir hátíðisdagar, dvöl á hressingarhælum fyrir lágt verð, launaviðbót vegna heimilisstofnunar og vegna ómaga, ýmis hlunnindi menningarlegs eðlis (menningarmiðstöðvar, skól- ar o.s.frv.), ókeypis tryggingar. Launþegarnir þurfa hvorki að greiða skatta né iðgjöld, því að vinnuveitandinn greiðir allt slíkt. Geysistór upphæð — 1,7 milljarðar — er í fimm-ára-áætluninni ætluð til byggingar skólahúsa fyrir alls konar skóla. Eins og áð- ur var minnst á voru skólarnir í hinu gamla Ungverjalandi ekki ætlaðir alþýðu manna og gátu ekki veitt viðtöku nema mjög fá- um. Iðnvæðing landsins útheimtir hins vegar almenna fræðslu

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.