Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 18

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 18
Nýsköpun í Ungver|alandi eftir GÍSLA ÁSMUNDSSON I. Land og þjóð Miklar breytingar hafa orðið á landmærum Ungverjalands á þessari öld, eins og reyndar annarra Mið-Evrópulanda. Núverandi landamæri þess eru þó um það bil hin sömu og ákveðin voru með Trianönsamningnum 1920. Landið er nú lítið eitt minna en ísland, eða 93 þúsund ferkílómetrar. Eins og kunnugt er tekur Ungverja- landssléttan yfir meginhluta þess lands eða því sem næst allt landið austan Dónár. Fyrir vestan Dóná er landið hæðótt með lágum fjöllum á stöku stað. Þó er allvíðáttumikil slétta vestur við landamærin. Venjulegt hálendi er ekki annað en Karpatafjöllin á norðurlandamærunum. Ungverjaland hefur löngum verið rómað fyrir landgæði, kornakra sína og gripahjarðir, og það er vissulega eitt af búsældarlegustu löndum álfunnar. Landbúnaður hefur líka verið aðalatvinnuvegurinn. Þar eru ræktaðar allar hinar venju- legu korntegundir, mest hveiti, þá maís, rúgur, bygg, hafrar og hrísgrjón. Korn er ræktað að þrem fimmtu hlutum hins ræktaða lands. Þá er ræktað mikið af kartöflum, sykurrófum, ýmsum garð- ávöxtum, aldinum, vínberjum. Ennfremur tóbak, hör, hampur. Kvikf járrækt er stunduð um allt landið jafnframt akuryrkjunni, einkum nautgripa og alifuglarækt. Sauðfjárrækt og svínarækt er og allmikil. í jörðu er allmikið af kolum, mestmegnis brúnkol. Einnig eru all- auðugar olíulindir og gera þær betur en fullnægja núverandi olíu- þörf landsins. Lítilsháttar er til af járngrýti, en alls ófullnægjandi fyrir þarfir iðnaðarins, og fær Ungverjaland nú járngrýti til viðbót- ar frá Tékkóslóvakíu og Ráðstjórnarríkjunum. Nokkuð er unnið af mangan, en langmikilvægasti málmurinn í Ungverjalandi er báxít.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.