Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 49
RÉTTUR
177
héldu af Þórði kakala, að þeim var óþokki mikill á allri skipan
Hákonar konungs", og þess um leið getið, að hann vildi „draga
Þorgils frá konungs trúnaði“. Á fundinum við Ámótsvað síðar um
haustið standa þeir fullkomlega hlið við hlið Sturla og Hrafn og
lýsa báðir yfir fylgi sínu við Nikulás Oddsson, er hann tilkynnti,
að hann léti ekki af hendi eignir þær, er hann hafði tekið í heim-
anfylgju með konu sinni Gyðu Sölmundardóttur af arfi Snorra
Sturlusonar móðurbróður hennar. Þótt ágreiningur yrði milli
Sturlu og Hrafns um grið til handa Þorgilsi skarða í Stafholti, þá
virðist sá ágreiningur eingöngu liggja í mismunandi afstöðu til
venzlabanda og hryðjuverka, en ekki í því, að leiðir hafi skilið
um afstöðu til þess að verja ríki Þórðar kakala. Enda eru þeir full-
komlega einhuga á hinum síðari fundi við Ámóðsvað, þegar Hein-
rekur biskup og Þórður Hítnesingur töluðu fyrir því, að gefinn
yrði upp Borgarfjörður fyrir Þorgilsi. „Þeir svöruðu, að um það
væri ekki að leita, að þeir mundu gefa upp Borgarfjörð eða önnur
ríki þau, sem Þórður hafði þeim skipað, fyrr en bréf hans kæmi
til, kölluðust ekki konungs skipan vilja hafa á heruðum". í
öllum þeim hörðu orðasennum, sem urðu á þeim fundi, eru svör
þeirra Hrafns og Sturlu hvors um sig aldrei sögð, heldur: „þeir
svöruðu". Er það því athyglisverðara, því fleiri rök sem styðja þá
tilgátu, að Þórður Hítnesingur sé höfundur Þorgilssögu. Viðhorf
Sturlu til afskipta konungs af málum íslendinga birtist líka
skemmtilega í svari hans á Þveráreyrum, þegar þau sættaboð
koma frá þeim Hrafni og Eyjólfi, „að mál þeirra öll færi undir
konungsdóm, og færi utan að sumri annar hvor eða báðir, Eyjólf-
ur og Hrafn, annar hvor eða báðir, Sturla eða Þorgils“. „Þorgils
lézt ekki utan fara mundu, nema konungur sendi honum orð“, en
„Sturla kvaðst ekki það gert hafa, svo að hann vissi, að hann
þyrfti land að flýja“.
Það fer ekki milli mála, að Sturla Þórðarson var ákveðinn and-
stæðingur konungsvalds á íslandi, og það er einnig ljóst, að kon-
ungsvaldið leit á Sturlu sem höfuðandstæðing sinn hér á landi.
Verður nánar rætt um það síðar í sambandi við utanför Sturlu.
En í þessu sambandi er rétt að geta þess, að í Stafholti bar Hrafn
það á Þorgils, að hann „hafi svarið það Hákoni konungi að drepa
Sturlu frænda sinn og vinna sér það til ríkis“. Þetta staðfesta þeir
Kolbeinn' grön og Ari Ingimundarson, sem voru með Þórði, er
Þorgils fór út, en til baka báru Þorgilsar menn, sem utan höfðu
verið með honum. Hvorugir verða teknir sem sterk vitni í mál-
inu, en víst er það, að Sturla tekur vitnisburð Kolbeins og Ara
trúanlegan, því að á fyrri fundinum við Ámótsvað víkur hann að
12