Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 50

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 50
178 RÉTTUR þessu með þeim ummælum, „að bert mundi síðar um sakir þær, er þá mundu eigi upp bornar“. Þá kvaðst Þorgils „vel mundu við búinn að verja þær, ef eigi væri logið á hann“. Mun Sturla hafa vitað ástæðu til, að hann nyti ekki kærleika af konungs hendi, svo sem senn verður nánar vikið að. En hverjar eru þá ástæður þess, að nokkrum mánuðum síðar eru þeir Sturla og Þorgils sáttir heilum sáttum? Enn verður að fara ofurlítinn krók að kjarna málsins. Vitsmunamaðurinn Sturla Þórðarson, sem svo mjög mæddu á afleiðingar lausungar og upplausnar aldarinnar, gat ekki gengið þess dulinn, að breyting hlaut að verða á stjórnskipun landsins. Þegar Hákon konungur benti Sturlu Sighvatssyni á það, að á ís- landi „mundi verða frið betra, ef einn réði mestu“, þá var það ekki einkaskoðun konungs, þótt hann reyndist maðurinn til að hagnýta hana vilja sínum til framdráttar. Það kemur víða ber- lega fram, að sú skoðun lá meira og minna ljós í vitund alþjóðar á íslandi. Svo aðkallandi var það út frá rökum sögulegrar þróunar. Það þarf vart að efa, að Sturla Þórðarson hafi gert sér þess ljósa grein, hver þörf var að fá í landinu sterkt vald, sem gnæfði yfir deilur þessara smáhöfðingja, ætti þjóðin að geta losnað við hinar þrotlausu styrjaldir. Og það vald hlaut að koma. En það mátti ekki verða konungur Noregs. Hvergi sjást þess merki, að Sturla hygði sér meiri hlut en öðrum mönnum. En öðrum hugs- aði hann þann hlut. Nú fyrst kemur fullkomin skýring á þeirri takmarkalausu fylgisemi, sem þessi friðsami og vitri höfðingi veitir þeim frændum sínum hvorum af öðrum, Sturlu Sighvats- syni og Þórði kakala, í svaðilförum þeirra. Þeim báðum hugsaði hann þennan háa hlut. Hann veit ekkert um loforð Hákonar kon- ungs um veg og völd til handa Sturlu, ef hann nái landi undir hann, fyrri en saga hans er öll. En hitt er honum ljóst, að þessi glæsilegi frændi hans, sem hann hefur dóð frá barnæsku, hefur ætlað sér meiri hlut en öðrum hér á landi, og það er að hans skapi. Með Þórði kakala kemst hann enn nær marki sínu. Vald Þórðar gefur landinu hinn þráða frið í tvö ár. Þegar Þórður kemur til landsins með skipan konungs, þá heldur hann konungsskipaninni hátt á lofti, tók í konungsnafni undir sig allt fé Snorra Sturlusonar og hérað í Borgarfirði. En þegar hann síðar er kallaður á konungsfund, þá leggur hann áherzlu á það við trúnaðarmenn sína, að þeir haldi ríkjum fyrir hverjum sem er, nema bréf hans eða hann sjálfur komi til, og 1 hans umboði neita Borgfirðingar með öllu rétti konungs til skipana þar í héraði. Er ekki eðlilegast að rekja þessi stefnuhvörf til áhrifa frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.