Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 4
132
RÉTTUR
Og bvar sem þínum óskabörnum er
með ógn í myrkvað hlekkjadíki steypt,
við þeirra fórn er fjöregg þjóðar keypt
og frelsisþytur yfir löndin fer.
Dýflissa þín, svo heljarköld og hljóð,
er helgur staður, gamla Chillon-höll!
í hellugólfið glöggt má kenna slóð,
sem gengið hefði bam um bjarta mjöll.
Bonnivard þessi spor I steininn tróð!
Frá valdsins grimmd til guðs þau liggja öll.
Calais, 1 802
eftir W. Wordsworth
Mundi það vera vindi skekið strá,
sem virðulegir heldri pótentátar,
valdsmenn og lítils virtir undirsátar
og vesalingar flykkjast til að sjá!
Sú hjörð er fús að daðra við og dá
þann digurbarka, sem af völdum státar
í öðru landi, færir fórn og játar
hve falt er hennar lið og hyggjan grá.
Að virða göfugt vald er þjóðardygð
sem verður hvorki gróðursett í skyndi
né vökvun fær í skjótum skúravindi
ef frelsi og sannleiksást er yfirskyggð
af undirlægju-kennd og smjaðurlyndi.
Já, skammizt ykkar, skriðdýr full af lygð!