Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 26

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 26
154 RÉTTUR Fimm-ára-áætlunin 1949 voru samþykkt lög um fimm-ára-áætlun. Þessi áætlun byggðist á árangri og reynslu þriggja-ára-áætlunarinnar og átti framkvæmd hennar að byrja í janúar 1950. Með þessari áætlun var hafin af fullum krafti nýsköpun atvinnulífsins í Ungverja- landi. Höfuðmarkmið hennar voru þessi: 1. Að hraða iðnvæðingu landsins, sérstaklega þróun þungaiðn- aðarins. 2. Að binda endi á hina úreltu framleiðsluhætti landbúnaðarins. Aukning framleiðslunnar skyldi tryggja þjóðinni nægar landbún- aðarafurðir og birgja iðnaðinn hráefnum. 3. Að bæta enn frekar en orðið var lífskjör almennings, bæta húsakost, heilbrigðiseftirlit, fullnægja vaxandi menningarkröfum alþýðunnar og efla menntun hennar í anda sósíalismans og þjálfa nýtt forystulið úr verkalýðs- og bændastétt. 4. Að efla landvarnir í samræmi við friðarsamningana. 5. Að breyta Ungverjalandi í iðnaðarland, sem jafnframt hefur þróaðan landbúnað. Þjóðin tók þessari áætlun með mikilli hrifningu. Hún hafði nú öðlazt skilning á því, til hvers var að vinna, og hún gekk af slíkri atorku að því að hrinda áætluninni í framkvæmd, að sýnt var þegar eftir fyrsta árið, að farið mundi langt fram úr henni í ýms- um greinum. Þannig óx heildarframleiðsía iðnaðarins fyrsta árið um 35,1% miðað við 1949 í stað 21,4%, sem ráðgert var í áætl- uninni. Vinnuafköst í iðnaðinum (reiknuð eftir þeim verðmætum, sem framleidd eru til jafnaðar á vinnustund) jukust um 20%, eða helmingi hraðar en ráðgert var í áætluninni. Hröðust var þó þróunin í byggingariðnaðinum, framleiðsla hans jókst um 116% frá árinu á undan. Síðastliðið ár var horfið að því að endurskoða áætlunina og stórhækka mörkin í ýmsum greinum hennar í samræmi við á- rangra fyrsta ársins. Hér skulu tilfærðar nokkrar tölur úr hinni endurskoðuðu áætlun: 1949 1954 Kol (tonn) Járn (tonn) Stál (tonn) 11.500.000 27.500.000 1.300.000 2.200.000 398.000 860.000 Rafmagn (kw) 2200.000.000 6000.000.000—6500.000.000 Heildarfjárfestingin samkvæmt nýju áætluninni á að vera 80— 85 milljarðar forint í stað 51 milljarð í upphaflegu áætluninni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.