Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 56
184
RÉTTUR
allir hétu að koma til Þórsnessþings um vorið og sverja konung-
inum þar land og þegna“. Síðan segir hann, að „Hrafn Oddsson
kom eigi til Þórsnessþings, og því fór Hallvarður eigi þangað“.
Hvað er Sturla að segja með þessu öllu saman? Enginn efast
um það, að hann segi það eitt, sem sannleikanum er samkvæmt.
En við skulum ekki líta á Sturlu sem sagnaritara, er riti sögu
aðeins sagnaritunarinnar vegna. Hann er líka þjálfaður stjórn-
málamaður í löngum skóla lífsins og metur, hvað rétt er að segja
og hvað ósagt láta. Og nú skulum við líta til þess, að hann er
utan kominn vegna kæru um sakir við konung, og hann ritar
sögu Hákonar konungs í nokkurs konar friðþægingarskini við
Magnús konung son hans. í Hákonarsögu segir hann ekki eins
greinilega frá nokkrum atburði, er gerist á íslandi, og þessum.
Ekki fer hann að segja frá afskiptum sínum af þessum málum
til þess eins að ljósta upp andstöðu sinni gegn konungsvilja, nógu
erfið mundi aðstaða hans sanit hafa verið gegn náð konungsins.
Er hann að segja frá þessu til að þvo af sér gefna sök? Hann
segir, að Hallvarður hafi tilkynnt á þingi, „að flokkar voru sam-
an dregnir fyrir vestan heiðar og höfðu allir heitið að ganga undir
skatt og konungs mál og ætluðu að ríða til þings og flytja þar
konungs mál, ef ekki gengi ella við“. Er Sturla að láta skína í
það, að hann hafi beðið með sveit sína undir Bláskógaheiði, reiðu-
búinn til bjargar máli konungsins, „ef ekki gengi ella við?“ Svo
mætti virðast. Ekki er ástæða til að efa, að rétt sé skýrt frá.
Hver sem hún var ástæðan til þess, að Vestfirðingarnir fóru ekki
á alþing með sína sex hundruð manna sveit, þá mundu þeir
aldrei hafa gefið Hallvarði aðra skýringu en þá, að þeir vildu
sverja eiða sína vestan heiða, en vitja mætti þeirra til liðsinnis,
ef á þyrfti að halda. Og hversu girnilegt sem þetta mátti vera til
framreiðslu 1 konungsgarði, þá er eftir að athuga, hvernig hægt var
að skilja það, að þeir Vestfirðingarnir lögðu að Oddaverjum og syst-
ursonum Þórðar kakala að sækja þingið fjölmennir og lýst er
heiti Þorvarðar að koma með Austfirðingum. Vildi hann með því
gefa til kynna, að þeir Vestfirðingarnir hefðu viljað fá aðstoð
Oddaverja og Austfirðinga til að knýja fram konungsvilja, ef
Árnesingar reyndust erfiðir? Það er mjög ólíklega til getið. Ef
þeim átti að vera svo kappsmál að koma konungs vilja fram, hví
komu þeir sjálfir þá ekki sem fyrst á vettvang? Haustið 1260
höfðu hirðmenn konungs borið honum þær fréttir, að meðal þeirra,
sem mest mæltu í móti skattinum, voru „þeir, sem komnir voru
austan um Þjórsá“. Og Þorvarður Þórarinsson var sá íslenzkra
höfðingja, er síðastur allra sór konungi skatt og þegna. Ekki er