Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 33

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 33
RÉTTUR 161 ingarinnar, sem nam 67—70% miðað við hina upphaflegu áætlun. Þá er það og eftirtektarvert, að langmest er fjárfestingin aukin í þungaiðnaðinum, eða meira en 100% miðað við upphaflegu áætl- unina. Nemur sú fjárfesting alls í hinni endurskoðuðu áætlun 37— 38 milljörðum forint. Þetta sýnir ótvírætt, að engar utanaðkom- andi hömlur eru á þróun atvinnuveganna, heldur fer hún ein- ungis eftir getu þjóðarinnar sjálfrar. Skýringin á því, að sambúð hinna voldugu Ráðstjórnarríkja við hina smáu nágranna sína í vestri er svo vinsamleg og árekstralaus, er einfaldlega sú, að sósíalisminn táknar afnám þeirra frumskóga- laga, sem ríkjandi er í milliríkjaviðskiptum í auðvaldsheiminum. Vilji menn hins vegar til samanburðar gera sér grein fyrir því, hver verður þróun atvinnulífsins í landi, sem ofurselt er erlendu valdi, er Marshalllandið ísland nærtækt og glöggt dæmi. Þar. má sjá, hvernig framfarirnar eru kyrktar á öllum sviðum, dregið úr fjárfestingu eins og frekast er unnt, komið á atvinnuleysi árið um kring, afkoma almennings skert ár frá ári. Þar má sjá, hvernig ríki, sem þó er stjórnarfarslega sjálfstætt, getur glatað fullkom- lega sjálfstæði sínu í efnahagsmálum og þar með raunverulegu sjálfstæði. Þar má sjá, hvernig landsmenn eru ekki aðeins sviftir ákvörðunarrétti um efnahagsmál sín, heldur líka auðmýktir og lítilsvirtir eins og um nýlenduþjóð væri að ræða, samanber undir- búning sementsverksmiðjunnar, er Bandaríkjamenn létu sér ekki nægja að fá nákvæmustu upplýsingar um allar aðstæður til hins fyrirhugaða atvinnureksturs, áður en þeir gæfu náðarsamlegast leyfi sitt, heldur sendu þeir menn út af örkinni til að ganga úr skugga um, að íslendingar hefðu ekki logið til um magn skelja- sandsins í Faxaflóa! Hér er ekki rúm til að gera Marshallaðstoðina frekar að um- ræðuefni, enda nægir að vísa til hinnar ítarlegu og glöggu greinar um það efni í síðasta hefti Réttar eftir Ásmund Sigurðsson. Valdhafarnir í auðvaldslöndunum treysta mjög á mátt áróðurs- tækja sinna. Þeir vonast til að geta enn um sinn sætt almenning í löndum sínum við hin sívernsandi lífskjör, hervæðingu og stríðs- ótta með því að hrópa nógu hátt, að í löndum sósíalismans líði fólki ennþá verr og þaðan stafi allt böl í heiminum. En þróunin er svo ör — annars vegar til aukinnar velmegunar og menningar í sósíalistísku löndunum, og hins vegar til fátæktar og ófrelsis í löndum hins úrelta skipulags kapítalismans — að ekkert blekk- ingamoldviðri megnar að villa mönnum sýn um hana til lengdar. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.