Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 8

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 8
136 RÉTTUR spurð um nafn barnsins. — „Barnið mitt!“ hrópar hún, „Er bamið mitt hérna líka?“ — „Já“ er svarað. „Það er hér líka, en það er ekki í lífshættu. Það fær fullan bata“. — „Hvert barnið mitt er það? Ég á þrjú,“ spyr móðirin. „Við vitum það ekki. Við ætluðum að fá upplýsingar um það hjá yður.“ — Konan reynir að opna brunnin augun, en getur það ekki. Þá segir hún með ólýsanlegri blíðu í röddinni. „Finnurðu til? Svaraðu mér, elskan mín, Segðu aðeins eitt orð, eitt lítið orð, góði minn“. Andlit drengsins, sem hefur verið afskræmt af kvölum, verður allt í einu slétt og hrukkulaust. Hann klappar móður sinni með litlu lófunum, og segir svo lágt, að það heyrist varla: „Nei, ég finn ekki til, mamma“. — „Kang Qun“, hrópar móðirin. „Yngsta barnið mitt“. Svo snýr hún sér að lækninum og segir rámri röddu: „Sonur minn Kim Kang Gung. Hann er ekki ennþá fullra tveggja ára“. — Hún þekkir rödd son- ar síns, en hún fær aldrei að líta hann augum framar. Lengi mætti halda áfram að segja átakanlegar sögur frá þessari skelfinganótt. Það mætti skrifa, og ætti að skrifa — ekki aðeins í óbundnu máli, heldur einnig í ljóð- um, — um særða konu, sem leggur að brjósti sér munaðar- laust barn; um sextíu og átta ára öldung, sem flutti særða menn í sjúkrahúsið í Pjongjang meðan loftárás stóð yfir, þangað til hann særðist sjálfur. Nú liggur hann með reif- aðan fót meðal þeirra, sem hann hafði flutt særða í sjúkra- húsið. — Þessir menn ségja sögu sína blátt áfram og látlaust, þrátt fyrir kvalir og sár, þrátt fyrir óvissu um fjölskyldu sína, jafnvel þótt þeir þjáist af sótthita af völd- um brunasára. Það er aðeins ein spurning, sem kemur illa við þá, en hún er þessi: „Hvað finnst yður um Bandaríkja- menn?“ Þá er stillingu þeirra nóg boðið, röddin verður byrst, og roði hleypur í kinnarnar og hitasóttin elnar. Ég ætlaði að reyna að bera upp þessa spurningu, en þá reyndi 47 ára gamall verkamaður, Kang Sun Gjon, fimm bama faðir, að rísa á fætur, svo að hjúkrunarkonumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.