Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 8
136
RÉTTUR
spurð um nafn barnsins. — „Barnið mitt!“ hrópar hún,
„Er bamið mitt hérna líka?“ — „Já“ er svarað. „Það er
hér líka, en það er ekki í lífshættu. Það fær fullan bata“.
— „Hvert barnið mitt er það? Ég á þrjú,“ spyr móðirin.
„Við vitum það ekki. Við ætluðum að fá upplýsingar um
það hjá yður.“ — Konan reynir að opna brunnin augun,
en getur það ekki. Þá segir hún með ólýsanlegri blíðu í
röddinni. „Finnurðu til? Svaraðu mér, elskan mín, Segðu
aðeins eitt orð, eitt lítið orð, góði minn“. Andlit drengsins,
sem hefur verið afskræmt af kvölum, verður allt í einu
slétt og hrukkulaust. Hann klappar móður sinni með litlu
lófunum, og segir svo lágt, að það heyrist varla: „Nei, ég
finn ekki til, mamma“. — „Kang Qun“, hrópar móðirin.
„Yngsta barnið mitt“. Svo snýr hún sér að lækninum og
segir rámri röddu: „Sonur minn Kim Kang Gung. Hann
er ekki ennþá fullra tveggja ára“. — Hún þekkir rödd son-
ar síns, en hún fær aldrei að líta hann augum framar.
Lengi mætti halda áfram að segja átakanlegar sögur
frá þessari skelfinganótt. Það mætti skrifa, og ætti að
skrifa — ekki aðeins í óbundnu máli, heldur einnig í ljóð-
um, — um særða konu, sem leggur að brjósti sér munaðar-
laust barn; um sextíu og átta ára öldung, sem flutti særða
menn í sjúkrahúsið í Pjongjang meðan loftárás stóð yfir,
þangað til hann særðist sjálfur. Nú liggur hann með reif-
aðan fót meðal þeirra, sem hann hafði flutt særða í sjúkra-
húsið. — Þessir menn ségja sögu sína blátt áfram og
látlaust, þrátt fyrir kvalir og sár, þrátt fyrir óvissu um
fjölskyldu sína, jafnvel þótt þeir þjáist af sótthita af völd-
um brunasára. Það er aðeins ein spurning, sem kemur illa
við þá, en hún er þessi: „Hvað finnst yður um Bandaríkja-
menn?“ Þá er stillingu þeirra nóg boðið, röddin verður
byrst, og roði hleypur í kinnarnar og hitasóttin elnar.
Ég ætlaði að reyna að bera upp þessa spurningu, en þá
reyndi 47 ára gamall verkamaður, Kang Sun Gjon, fimm
bama faðir, að rísa á fætur, svo að hjúkrunarkonumar