Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 47

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 47
RÉTTUR 175 mótspymu að vænta nema í Árnesþingi. Allir þessir trúnaðarmenn eru Sturlungar eða þeim nánum böndum tengdir. Undir forustu Þórðar kakala hefur hópur Sturlunga völdin í landinu. Sturla Þórðcirson er þeirra mestur að virðuleika og vitsmunum. Haim verður lögsögumaður þeirra. Þá er að líta á sögu þessa trúnaðarmannabandalags. Á öðru ári þess fer þegar að halla undan fæti. í apríl 1252 tekur Ögmundur Helgason einn félaganna, Sæmund Ormsson, af lífi. „Um sumarið fundust þeir í Vatnsdal Eyjólfur, Hrafn, Sturla og Þorleifur, og angraði þá mjög dráp Sæmundar fyrir sakir mægða og sambands þess, er Þórður hafði þá saman bundið, áður hann fór frá. Þar var það talað og samtekið, er Gissur kæmi til, að þeir skyldu halda ríkjum fyrir honum og hverjum manni öðrum, þeim er til kallaði". En eining virðist ekki hafa verið sem bezt, því að þess er getið, að „Þorleifur fór í öllu seiglegar, — þótti hann vera í öllu slær og skildust að því“. En ætla mætti, að Sturlu hafi ekki alls kostar fallið samstarfið, því að hans er ekki getið í sambandi við þingreið um sumarið. Norðlendingarnir eru þeir einu banda- manna. sem getið er að fjölmenni til þings, Eyjólfur með sex hundruð manns. En „Gissurarsynir fjölmenntu og mjög“. Og bandamennirnir voru ekki sterkari á þingi en svo, að Oddur Þórar- insson fékk sektan einn þeirra, Hrana á Grund. Síðar um sumarið mætast nokkrir þeirra félaganna í veizlu hjá Eyjólfi í Geldinga- holti. í þeirri veizlu gerast hinir merkilegustu hlutir. Það fyrst, að þangað er boðið Þórði Hítnesing, mági Þorgilsar skarða. Þar eru þeir mjög nánir Sturla og hann. Þar segir hann Þórði draum sixm, er hann réð svo, „að Þorgils Böðvarsson mundi annaðhvort kominn við land eða koma allbrátt". í annan stað fer Þórður að spyrja hann í bakaleið, „hví hann hefði svo fár verið í Geldinga- holti“. Þá svarar Sturla: „Því að mér er þar viðbjóður við öllu, og allt kom mér þar ver að haldi en veitt var. En eigi kemur mér það að óvörum, þótt enn sé ekki búið um skipti vor Eyjólfs". Sýnir þetta Ijóslega, að Sturlu hefur ekki fallið samstarfið, og skýrir það, er síðar kemur um milligöngu Þórðar með þeim Þorgilsi skarða. Þorleifur er ekki að þeirri veizlu, en þar er lesið bréf frá honum, þar sem hann telur öll tormerki á að ná Ögmundi Helgasyni, bana- manni Sæmundar, „þótt hann vildi á hefnileið róa“, þar sem Ög- mundur búi svo nærri kirkju, að hann mundi skjótt ná henni. Af þessu er ljóst, að eitt umræðuefni þeirra á fundinum í Vatnsdal hefur verið hefndin eftir Sæmund og böndin borizt að Þorleifi um framkvæmdir, og ekki ólíklegt, að í sambandi við það hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.