Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 52

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 52
180 RÉTTUR gefur Sturla þessum frænda sínum svohljóSandi vitnisburð: „Mátta eg ekki það mæla, er eigi tæki hann með forsi og íjandskap". Sagnritarinn segir það frá viðræðunum, sem áður hefur verið getið, að Sturla sagði „sem allir þeir, er ríki heldu af Þórði kakala, að þeim væri óþokki mikill á allri skipan Hákonar konungs". Og svo er þessu bætt við: „Vildi Sturla draga Þorgils frá konungs trúnaði, en Þorgils vildi heimta Sturlu frá sambandi við Hrafn og Eyjólf". Sagnritarinn gerir sér fullkomlega ljóst, að í þessum fáu orð- um er sagt allt, sem máli skiptir. Þótt offors Þorgilsar hafi verið mikið gegn öllu því, er Sturla mælti, þá liggur í þessum gagn- tilboðum þeirra vísirinn að sætt þeirra, áður en árið er liðið. Það er Þórður Hítnesingur, sem fer með umboð Þorgilsar í síðari sáttaumleitunum og virðist hafa haft mikil áhrif á sættina frá Þorgilsar hlið. Það virðist líta nokkuð einkennilega út, að Sturla sættist á það að selja sjálfdæmi í málinu þessum óbilgjarna æskumanni, sem þóttist eiga miklar sakir á hendur honum. Þor- gils gerir honum líka geysimiklar sektir, en gefur honum þær síðan allar upp. Það dylst ekki, að um þessa sætt er samið fyrir- fram. Sjálfdæmið er yfirlýsing Sturlu um það, að hann ann Þorgilsi sæmda, en þykist sjálfur ekki hafa unnið til sekta. Á bak við tjöldin er um leið gengið að skilyrði Þorgilsar, að Sturla slíti sambandi við Hrafn og Eyjólf. „Var hann (Hrafn) leyndur þessum ráðagerðum". Og um leið er Þorgils dreginn frá konungs trúnaði. Hann orðar ekki framar konungs skipan í Borgarfirði, og tveim árum síðar er hann kominn undir bannfæringu Hein- reks biskups Kárssonar, fulltrúa konungsvaldsins á íslandi. Nú virðist Sturla hafa náð svo valdi yfir Þorgilsi, að Þorgils tekur ekki þýðingarmestu ákvarðanir sínar án samráðs við hann. Hann leggur undir hans dóm liðveizluna við Þorvarð, hann skýtur öll- um ráðum í því sambandi til hans, „þykjumst eg þinna ráða mjög þurfa, þar sem þú ert kallaður inn vitrasti maður“. Hann setur það skilyrði fyrir liðveizlu við Þorvarð, að Sturla ráðist með í ferðina, og í samráði við hann setur hann fram kröfuna um að hljóta Skagafjörð, ef sigur ynnist. „Fylgja mun eg þér, frændi, hvert á landi sem þú vill fara, svo sem eg hef heitið, við hverja sem eiga er“, svarar Sturla og ræðst með honum í þann leið- angur, sem minna ráði virtist sæta en nokkur annar, sem Sturla tók þátt í, með tvö hundruð manna sveit, illa búna að vopnum og hestum, „því að sumir hafa nokkur vopn, en sumir engi, og þó lítt hestabirgir", segir Sturla. Og „margir mæltu það, að farið hefði flatt fyrir þeim Hrafni og Eyjólfi, þótt vænna hefði til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.