Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 22
150
RÉTTUR
Ofan á stríðstjónið bættist svo upplausn og glundroði í öllu
viðskiptalífi, sem jók stórkostlega á neyð þjóðarinnar. Verðgildi
peninganna hrundi svo, að við ekkert varð ráðið. Stjórnmála-
lífið var í deiglunni. Borgaralegir flokkar réðu í fyrstu miklu
um stjórn landsins, og í þessum borgaralegu flokkum voru gömlu
kúgunaröflin, aðallinn og kaþólska kirkjan, fljót að hreiðra um
sig, er hin fyrri valdatæki þeirra, fasistaflokkarnir, voru úr sög-
unni. Undirokuðu stéttirnar, verkalýður og bændaalþýða, sem nú
fengu í fyrsta sinn eftir hálfan þriðja áratug fullt frjálsræði til
þátttöku í stjórnmálalífinu, voru í fyrstu klofnar í marga stjórn-
málaflokka, og höfðu því ekki neina sameiginlega stefnuskrá.
Eigi að síður var þegar í stríðslok hafizt handa um hinar brýnustu
umbætur, en þeirra langmikilvægustu var skipting stórjarðanna
milli hins jarðnæðislausa sveitafólks. Um leið og skipting stór-
jarðanna leysti eitt brýnasta hagsmunamál sveitaalþýðunnar,
kippti hún einnig aðalstoðunum undan völdum hinna gömlu yfir-
stétta. Þær gerðu því örvæntingarfullar tilraunir til að hindra
þessar framkvæmdir, og snerist stéttabaráttan í landinu æ meir
um þetta mál, þar til því var að fullu lokið með sigri verkalýðs
og smábænda.
Einn mesti hemillinn á viðreisnarstarfinu var verðhrun pen-
inganna. Kommúnistaflokkurinn fékk því framgengt 1946, að skipt
var um mynt. í stað hins gamla og verðlausa gjaldmiðils, pengö,
var tekin upp ný mynt, forint (hún mun samsvara um það bil
þrem ísl. krónum að kaupmætti). Þegar þessum peningaskiptum
hafði verið hrundið í framkvæmd, skipti strax um til hins betra
í atvinnulífinu og hagur almennings fór ört batnandi. Var það
með réttu þakkað Kommúnistaflokknum, er hafði forystuna. Árið
1947 var að frumkvæði Kommúnistaflokksins samþykkt þriggja-
ára-áætlun, sem miðaði að því að bæta stríðstjónið og koma fram-
leiðslu landsins álíka hátt og fyrir stríð. Mikill hluti alþýðunnar
skildi brátt þýðingu þessarar áætlunar fyrir lífsafkomuna og
framtíð hins vinnandi fólks, og í kosningunum haustið 1947 fékk
Kommúnistaflokkurinn mest fylgi allra flokka í landinu. í júní
1948 sameinuðust Kommúnistaflokkurinn og Sósíaldemókrata-
flokkurinn (að undanskildum hægrikrötum, sem gengu í lið með
afturhaldinu) í einn flokk, Flokk ungverskrar alþýðu. Þegar
alþýðan hafði sameinazt þannig í einhuga fjöldaflokk, óx vald
hennar og baráttumáttur um allan helming, enda vann hún ein-
mitt um þetta sama leyti úrslitasigur á afturhaldsöflunum, sem
neytt höfðu allra bragða til að hindra skiptingu stórjarðanna,
þjóðnýtingu iðnaðarins og uppbyggingu atvinnulífsins. Eftir það
i