Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 22

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 22
150 RÉTTUR Ofan á stríðstjónið bættist svo upplausn og glundroði í öllu viðskiptalífi, sem jók stórkostlega á neyð þjóðarinnar. Verðgildi peninganna hrundi svo, að við ekkert varð ráðið. Stjórnmála- lífið var í deiglunni. Borgaralegir flokkar réðu í fyrstu miklu um stjórn landsins, og í þessum borgaralegu flokkum voru gömlu kúgunaröflin, aðallinn og kaþólska kirkjan, fljót að hreiðra um sig, er hin fyrri valdatæki þeirra, fasistaflokkarnir, voru úr sög- unni. Undirokuðu stéttirnar, verkalýður og bændaalþýða, sem nú fengu í fyrsta sinn eftir hálfan þriðja áratug fullt frjálsræði til þátttöku í stjórnmálalífinu, voru í fyrstu klofnar í marga stjórn- málaflokka, og höfðu því ekki neina sameiginlega stefnuskrá. Eigi að síður var þegar í stríðslok hafizt handa um hinar brýnustu umbætur, en þeirra langmikilvægustu var skipting stórjarðanna milli hins jarðnæðislausa sveitafólks. Um leið og skipting stór- jarðanna leysti eitt brýnasta hagsmunamál sveitaalþýðunnar, kippti hún einnig aðalstoðunum undan völdum hinna gömlu yfir- stétta. Þær gerðu því örvæntingarfullar tilraunir til að hindra þessar framkvæmdir, og snerist stéttabaráttan í landinu æ meir um þetta mál, þar til því var að fullu lokið með sigri verkalýðs og smábænda. Einn mesti hemillinn á viðreisnarstarfinu var verðhrun pen- inganna. Kommúnistaflokkurinn fékk því framgengt 1946, að skipt var um mynt. í stað hins gamla og verðlausa gjaldmiðils, pengö, var tekin upp ný mynt, forint (hún mun samsvara um það bil þrem ísl. krónum að kaupmætti). Þegar þessum peningaskiptum hafði verið hrundið í framkvæmd, skipti strax um til hins betra í atvinnulífinu og hagur almennings fór ört batnandi. Var það með réttu þakkað Kommúnistaflokknum, er hafði forystuna. Árið 1947 var að frumkvæði Kommúnistaflokksins samþykkt þriggja- ára-áætlun, sem miðaði að því að bæta stríðstjónið og koma fram- leiðslu landsins álíka hátt og fyrir stríð. Mikill hluti alþýðunnar skildi brátt þýðingu þessarar áætlunar fyrir lífsafkomuna og framtíð hins vinnandi fólks, og í kosningunum haustið 1947 fékk Kommúnistaflokkurinn mest fylgi allra flokka í landinu. í júní 1948 sameinuðust Kommúnistaflokkurinn og Sósíaldemókrata- flokkurinn (að undanskildum hægrikrötum, sem gengu í lið með afturhaldinu) í einn flokk, Flokk ungverskrar alþýðu. Þegar alþýðan hafði sameinazt þannig í einhuga fjöldaflokk, óx vald hennar og baráttumáttur um allan helming, enda vann hún ein- mitt um þetta sama leyti úrslitasigur á afturhaldsöflunum, sem neytt höfðu allra bragða til að hindra skiptingu stórjarðanna, þjóðnýtingu iðnaðarins og uppbyggingu atvinnulífsins. Eftir það i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.