Réttur - 01.01.1954, Page 96
96
RÉTTUR
gjaldeyristapið af togarastöðvuninni næmi tugum milljóna
króna. Nefndin skilaði áliti, en ekkert heyrðist frá ríkis-
stjórninni.
Álit togaranefndarinnar var í aðalatriðum sem hér segir:
Talið var að meðalhalli á hverjum togara mundi vera
nálægt 950 þús. kr. á ári og var þá gert ráð fyrir nokkurri
kauphækkun til skipshafnar. En kjör togarasjómanna
voru orðin svo bágborin, að erfitt reyndist að fá menn á
skipin. Olli það miklu tjóni að togararnir urðu að stunda
veiðar með óvönum mannafla. Tillögur nefndarinnar til
úrbóta voru þessar helztar: Leggja skyldi skatt á inn-
fluttar bifreiðar og gefa innflutninginn frjálsan um leið.
Skyldi skat.tur þessi ásamt dýrtíðarsjóðsgjaldinu, sem áður
hafði verið innheimt, lagður í sjóð, og varið til aðstoðar út-
gerðinni. Afborganir af stofnlánum útgerðarinnar skyldu
falla niður um tveggja ára skeið. Ríkisstjórnin útvegi út-
gerðarfélögum togara bráðabirgðalán til þess að bæta úr
brýnustu fjárhagsvandræðum sínum vegna hallareksturs-
ins. Ríkisstjórnin hlutist til um að útvega togarafélögunum
lán til að koma upp fyrirtækjum til úrvinnslu aflans. Vá-
tryggingargjöld lækki um 10%, olíuverð lækki um 30 kr.
tonnið. Togaraútgerðin njóti sömu vaxtakjara og bátaút-
vegurinn. Farmgjöld á frystum fiski, sem fluttur er á er-
lendan markað lækki um 10%. Samið verði við frystihúsin
um hærra verð fyrir togarafisk.
í nefndinni var einn fulltrúi Sósíalistaflokksins, Lúðvík
Jósefsson alþm. Tillögur hans voru þær, að innflutnings-
gjald skyldi aðeins lagt á ónauðsynlegar bifreiðar, jafn-
framt því, sem innflutningur yrði gefinn frjáls. Auk þess
gerði hann tillögur um mikla lækkun á olíu, vátryggingar-
gjöldum og vöxtum til að binda endi á hallareksturinn til
frambúðar.
4. ágúst heyrðist loks frá ríkisstjórninni. Ákvörðun
hennar var á þá leið að leggja skyldi 100% aukaskatt á
innflutningsverð allra fólksflutningabifreiða. Heimilt skyldi
að greiða hverjum togara 2000 kr. styrk af fé þessu fyrir