Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 3
R É T T U R
275
4. Niðurgreiðsla ríkisins á almennuslu fœðutegundum svo sem
mjóllc, kartöflum og fiski, liefur verið minnkuð og fiskurinn m. a. s.
skattaður í fyrsta skipti í Islandssögunni og í ráSi mun að stór-
minnka og jafnvel fella alveg niður sumar niðurgreiðslur, en stefna
að afnámi allra. Þetta er viðkvæmt rán á rétti, sem bezt hefur
komið þeim fátækustu, þó allir nytu hans.
5. Tollar hafa verið þyngdir, — með öðrum orðum neftollar á
neyzlu orðið almenna reglan hjá auðvaldsstjórninni, — en dregið
Jiefur verið gífurlega úr stighœJclcun skatta, sem koma þyngst niður
á auðmönnum og hátekjufólki. En beinum nefsköttum, eins og
sjúkrasamlags- og kirkjugjöldum hefur hins vegar verið haldið.
Alls staðar er stefnt að því sama: íþyngja almúganum, létta á hjá
auðvaldinu.
6. Vextir liafa verið hœkkaðir, — m. ö. o. sá hluti þjóðartekna,
er rennur til fjármagnsins, aukinn, en hinn, sem fer til þeirra, er
vinna, minnkaður. Þannig er þeim vinnandi mönnum, sem eru að
reyna að eignast eitthvað: íbúð o. s. frv., gert erfiðara fyrir, en
gróði fjármálavalds aukinn.
Með þcssum róðstöfunum og öðrum, sem of langt yrði upp að
felja, — og með þeirri vifaverðu vanrækslu að gera svo að segja
ekkert til þess að lctta byrðar fólksins ó öðrum sviðum, — er verið
cð sliga almenning mcð vinnuþrældómi i þeim greinum, sem gnótt er
vinnu, — en jafnskjótt og úr atvinnu dregur, blasir bcinlínis neyðin
við, — hin gamla fótækt, hinn sóri skortur, sem islenzk alþýða bjóst
við að hafa yfirunnið með óratuga baróttu verklýðshreyfingarinnar.
Það er nauðsynlegt að alþýða manna geri sér Ijóst að þetta ástand
stafar af því að alþýðan er eJclci eins sterk á stjórnmálasviðinu og í
„faglegu1 baráttunni, — með beinum orðum sagt: verkalýðurinn
og öll vinnandi þjóð íslands þarf að fylkja sér um Sósíalistajlokkinn
og Alþýðubandalagið í stjórnmálaátökunum af sama þrótti og ein-
ingu og hún fylkir sér í Jcaupdeilum um verkalýðsfélög sín.
Og svo þarf hver vinnandi maður og kona að leggja þessa spurn-
ingu fyrir sjálfa sig:
Til hvers og af hverju er verið að rýra svona kjörin og þrengja að
vinnandi fólki með sviptingu félagslegra umbóta?
Það er verið að gera þetta VEGNA ÞESS að auðmannastétt undir
afturhaldsforustu Jiejur ein völdin á íslandi nú, — og það er verið