Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 15

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 15
BORIS PONOMARJOF: GEORGI DIMITROFF BARÁTTUHETJA FRIÐAR OG SÓSÍALISMA. (Georgi Dimitroff var fæddur 18. júní 1882 í þorpinu Kowaltschewtzi hjá Radomir í Bulgaríu. Faðir hans var handiðnaðarmaður, síðar verkamaður, dó 1912. Móðir hans, bóndadóttir, fæddi son sinn Georgi út á akri á uppskeru- tímanum, lifði erfiðu lífi fátæks bónda og verkamanns, og stóð sem hetja við hlið sonar síns 72 ára gömul í réttarhöldunum í Leipzig 1933. Þrjá sonu sína hafði hún þá misst í baráttunni við afturhaldið. Sá elzti, Konstantin, er var mikill hyltingarmaður, var myrtur af afturhaldinu í Balkanstríðinu 1912 til 1913. Þann næsta, Nikola, hafði lögregla rússnesku keisarastjórnarinnar tekið fastan 1908, er hann var að hjálpa rússneskum verkamönnum við leyni- prentun í Odessa. Var hann sendur til Siberíu, dæmdur til ævilangrar útlegð- ar og dó þar 1917. Sá þriðji hét Tudor og hann myrti bulgarska lögreglan 1925 ásamt fjölda annarra hulgarskra flokksfélaga. Kornungur hóf George Dimilroff afskipti sín af verkalýðshreyfingunni. 15 ára gamall gerðist hann meðlimur prentarafélags, 18 ára var hann orðinn rit- ari prentarafélagsins í Sofíu og hafði áður vakið eftirtekt á sér fyrir greinar sínar. 1902 gekk liann í Sosialdemokrataflokk Bulgaríu. Þegar sá flokkur klofnaði 1903, varð Dimitroff leiðtogi marxistiska flokksins, er varð voldugur fjöldaflokkur bulgarska verkalýðsins og leiðtogi í harðvítugum verkföllum og stjórnmálabaráttu næsta áratugs. 1913 var liann kosinn á þing Bulgaríu og háði þar og í bæjarstjórn Sofíu harða baráttu. Þegar Bulgaría fór í stríðið 1915, tók Dimitroff og flokkur hans afstöðu gegn stríðinu, en auðvaldið þorði þó ekki að handtaka hann fyrr en 1917 og notaði þá eftirfarandi átyllu: Dimi- troff hafði lent í járnbrautarklefa með óbersta einum. Særður hermaður kom inn í klefann. Óberstinn skipaði honum að snáfa út. Dimitroff tók upp hanzk- ann fyrir hermanninn. Þess vegna var hann kærður fyrir að æsa til óhlýðni við hernaðaryfirvöldin og dæmdur í þriggja ára fangelsi. En þegar uppreisn- araldan reis hæst f stríðslok, varð afturhaldið að sleppa honum í nóvember 1918. Varð hann strax leiðtogi þeirrar fjöldahreyfingar, er óx í sffellu. 1919 var heiti flokksins breytt í „Kommúnistaflokkur Bulgaríu". Baráttan harðnaði í sífellu. Dimitroff varð að fara huldu höfði, cn talaði samt á hverjum fjölda- fundinum á fætur öðrum. 1920 var Dimitroff ásamt tveim öðrum forustumönn- um flokksins, sendur á 2. heimsþing Alþjóðasambands Kommúnista. Þeir urðu að fara á laun. Fóru með litlum fiskibát, en rak á land við Konstanza, þar sem rúmenska lögreglan tók þá og átti nú að dæma þá í fangelsi fyrir sjórán(!)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.