Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 7
U É T T U h
279
Standist hún í þeim átökum og láti ekki auðvaldið knésetja sig eða
kúga né granda sál sinni eða sannfæringu, þá bíður íslenzkrar þjóðar
ný gullöld bókmennta og lista í því þjóðfélagi, þar sem fátækt og
þrældómi er að fullu útrýmt og enginn mun lengur „krjúpa við gull
eða völd“.
En verði íslenzk alþýða undir í þessum átökum og bregðist is-
lenzkir menntamenn köllun sinni, þá er framtíð þjóðar vorrar í voða.
III.
Hví er hér lögð svo brýn áherzla á úrslitagildi þeirra átaka, er
nú standa yfir milli vinnandi stétta og auðvalds á íslandi um kaup
og kjör, um inngöngu í Efnahagsbandalag og önnur höfuðdeilumál
vorra daga?
Auðvaldsskipulagið er i andarslitrunum sögulega séð. Það getur
aðeins tórað eina til tvær kynslóðir enn, ef brjálæðingar þess ekki
hleypa heiminum í bál.
Deyjandi þjóðfélög hafa áður dregið með sér heilar þjóðir í
djúp sögunnar, svo þeirra sér ekki stað framar nema í frásögnum
síðari alda. Aðrar hafa orðið að umskiptingum fyrir hatröm áhrif
aflurhalds- eða kúgunarafla og aldrei borið sitt harr framar.
Innganga íslands í Ejnahagsbandalagið, sem afturhaldssamari
hluti auðvaldsins stejnir nú að, getur eigi aðeins hajt í jör með sér
innflutning erlends auðmagns, er nœði tökum á íslenzku atvinnulífi,
— innflutning erlends vinnufólks í tuga eða hundruð þúsunda tali,
— eignaryjirráð erlendra manna yjir þorra jarðanna á íslandi, —
hagnýtingu íslenzkrar landhelgi aj hálju erlendra útgerðarfélaga.
Innlimun íslands í auðhringaríki Vestur-Evrópu, getur þýtt útrým-
ingu íslenzkrar þjóðar. Fyrst yrðum við minnihluti í landi voru,
síðan sýktist þjóðin meir og meir aj þeim hatrama óþjóðlega auð-
valdsgaldri, sem þegar er byrjaður að trylla hluta hennar.
í 30 ár var hlutleysi íslands hið sjálfsagða skilyrði sjálfstæðisins
í augum allrar þjóðarinnar. Nú er auðvaldsáróðurinn að gera lilut-
leysið að glæp, — kommúnistisku samsæri, — í augum hálfrar þjóð-
arinnar.
Öldum saman var sjálfstæði landsins hugsjón, sem kúgaðar kyn-
slóðir dreymdi um og beztu menn landsins börðust fyrir og öll
stjórnmálastarfsemi í landinu miðaðist við sem sjálfsagðan hlut. —
Nú er auðvaldsáróðurinn smátt og smált að gera sjálfstæði landsins