Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 42
314
RETTDE
tísks útópisma, voru án efa eitt máttugasta aflið að baki byltingar-
innar og síðar umsköpunar hagkerfisins.
Þessi nýju skipulagsform náðu meiri útbreiðslu og þróuðust
miklu hraðar en nokkur gat séð fyrir, sér í lagi eftir að miðstjórn
Kommúnistaflokksins hafði á fundi 29. ágúst lagt blessun sína
yfir kommúnurnar sem nýtt form á samtökum sveitaalþýðunnar
(gert var ráð fyrir, að í framtíðinni breiddust þær einnig út til
borganna), sem sameinaði yfirstjórn landbúnaðar- og iðnaðarfram-
leiðslu, stjórnarfarsleg, hernaðar- og uppeldishlutverk; sérkenni
þeirra voru ennfremur talin þau, að hér væri fyrir hendi vísir að
eignarhaldi allrar alþýðu á framleiðslutækjunum og kommúnurnar
gætu því gegnt höfuðhlutverki í umsköpun þjóðfélagsins á komm-
únískum grundvelli. Samþykkt miðstjórnarinnar um þessi efni bar
annars greinilega svip af hinum venjulegu starfsaðferðum flokksins:
að byggja sem mest á reynslunni, gefa ekki ströng fyrirmæli nema
í almennustu atriðum og láta díalektískri víxlverkan hinna ýmsu
þjóðfélagsþátta eftir að móta þróunina í smáatriðum.
En hvað þessi framkvæmdaatriði snertir, fóru þau á næstu
mánuðum langt fram úr öllum spádómum, ekki einungis þeim utan-
aðkomandi. Kommúnuhreyfingin óx með ótrúlegum hraða. An þess
að slá fram nokkrum hæpnum fullyrðingum (það er enn sem komið
er mjög erfitt, sér í lagi fyrir útlendinga, að leggja fullnaðardóm á
þessa hluti), er rétt að benda á nokkur atriði.
Kommúnurnar voru í hæsta máta frumleg tilraun, þær gátu ekki
byggt á nokkurn hátt á þeirri reynslu, sem hin alþjóðlega verkalýðs-
hreyfing liafði áður aflað sér. Þær voru áfangi í leitinni að hæfi-
legum skipulagsformum fyrir það þjóðfélag, sem sprottið hafði upp
úr kínversku byltingunni og gat auðvitað ekki líkt umhugsunar-
laust eftir öðrum löndum, kapítalískum eða sósíalískum.
I öðru lagi hefðu kommúnurnar aldrei komið til sögunnar, ef
kínverska byltingin befði einkennzt af frumkvæði öreiga og rót-
tækra menntamanna; þær voru þvert á móti bein afleiðing þess,
að byltingin skaut frá upphafi djúpum rótum í sveitunum og for-
ystusveit hennar, Kommúnistaflokkurinn, var nátengd (og stund-
um eitt og hið sama) byltingarsinnaðasta hluta bændaalþýðunnar,
þaðan sem einnig komu þau öfl, sem frumkvæði höfðu um stofnun
og útbreiðslu kommúnanna, og einkenndust auðvitað bæði af já-
kvæðum og neikvæðum hliðum þessarar stéttar. Auk þessa ber þess
að gæta, að jafn-hröð þjóðfélagsbreyting og sú, sem fylgdi í kjöl-