Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 63

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 63
R E T T U R 335 frá býlum sínum. Samkvæmt hinni svokölluðu „grænu áætlun“ voru í Vestur-Þýzkalancli 28000 bændabýli undir 10 hekturum að stærð lögð niður — hvort árið 1956 og 1957, — það er: 77 bænda- fjölskyldur urðu daglega að hverfa frá býlum sínum. A árunum 1960 og 1961 voru þessar tölur 64.000 hvort árið, eða um 240 bændafjölskyldur á dag. Mansliolt, varaforseti þeirrar nefndar Efnahagsbandalagsins, er fjallar um landbúnað, — og höfundur áœtlunarinnar um samrœm- ingu landbúnaðar í Vestur-Evrópu, — segir að í löndum Efnahags- bandalagsins verði 8 milljónir bœnda að yfirgefa býli sín á rwestu árum, þar af 4,5 milljónir í Ítalíu, 2 milljónir í Frakklandi, 1 milljón í Vestur-Þýzkalandi og 500.000 í Beigíu, Luxemburg og Hollandi. Bókarfregn Dolores Ibarruri: El Unico Camino (Eina leiðin). 1962. Ein mesta hetja okkar tíma, einn aðdáunarverðasti byltingarleiðtogi þessarar aldar, Dolores Ibarruri, — sem venjulega gengur undir nafninu La Pasionaria frá |iví í spönsku bylt- ingunni, — hefur nú skrifað ævisögu sína og er hún komin út á spönsku og kemur von bráðar á rússnesku hjá ríkisútgáfu stjórnmálarita (Gospolitis- dat). Vafalaust mun þessi bók brált þýdd á fleiri tungumál og mun Réttur fylgjast með því og láta lesendur sína vita, því marga mun fýsa að kynnast ævi þessarar merkilegu konu. Dolores Ibarruri er af Baska-bergi brotin, fædd í Biscaya í Baskalandi. En Baskaþjóðin er ein merkilegasta þjóð Evrópu sakir fornrar menningar, furðulegustu tungu og fádæma hetju- skapar, sem svo trygg þjóðrækni fylgir að fá munu dæmi slíkrar í Evrópu. Dolores fæddist í desember 1895, átt- unda harn námuverkamanns í þessu námuhéraði, þar sem eldgamlir siðir og álfatrú elur aldur sinn mitt í eld- heitri stéttabaráttu, þar sem verkföll og uppreisnir voru rauði þráðurinn. Þessi ævisaga skal eigi rakin að sinni, en lff La Pasionaríu fléttast, er fram í sækir, saman við sögu spönsku verklýðshreyfingarinnar og sérstak- lega saman við hetjubaráttu spánska lýðveldisins gegn fasismanum 1936— 39 og fjallar helmingur bókarinnar um það tímabil. Réttur mun gera ráðstafanir til þess að kynna lesendum sínum þessa ævi- sögu sem allra fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.