Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 63
R E T T U R
335
frá býlum sínum. Samkvæmt hinni svokölluðu „grænu áætlun“
voru í Vestur-Þýzkalancli 28000 bændabýli undir 10 hekturum að
stærð lögð niður — hvort árið 1956 og 1957, — það er: 77 bænda-
fjölskyldur urðu daglega að hverfa frá býlum sínum. A árunum
1960 og 1961 voru þessar tölur 64.000 hvort árið, eða um 240
bændafjölskyldur á dag.
Mansliolt, varaforseti þeirrar nefndar Efnahagsbandalagsins, er
fjallar um landbúnað, — og höfundur áœtlunarinnar um samrœm-
ingu landbúnaðar í Vestur-Evrópu, — segir að í löndum Efnahags-
bandalagsins verði 8 milljónir bœnda að yfirgefa býli sín á rwestu
árum, þar af 4,5 milljónir í Ítalíu, 2 milljónir í Frakklandi, 1 milljón
í Vestur-Þýzkalandi og 500.000 í Beigíu, Luxemburg og Hollandi.
Bókarfregn
Dolores Ibarruri: El Unico
Camino (Eina leiðin). 1962.
Ein mesta hetja okkar tíma, einn
aðdáunarverðasti byltingarleiðtogi
þessarar aldar, Dolores Ibarruri, —
sem venjulega gengur undir nafninu
La Pasionaria frá |iví í spönsku bylt-
ingunni, — hefur nú skrifað ævisögu
sína og er hún komin út á spönsku og
kemur von bráðar á rússnesku hjá
ríkisútgáfu stjórnmálarita (Gospolitis-
dat). Vafalaust mun þessi bók brált
þýdd á fleiri tungumál og mun Réttur
fylgjast með því og láta lesendur sína
vita, því marga mun fýsa að kynnast
ævi þessarar merkilegu konu.
Dolores Ibarruri er af Baska-bergi
brotin, fædd í Biscaya í Baskalandi.
En Baskaþjóðin er ein merkilegasta
þjóð Evrópu sakir fornrar menningar,
furðulegustu tungu og fádæma hetju-
skapar, sem svo trygg þjóðrækni fylgir
að fá munu dæmi slíkrar í Evrópu.
Dolores fæddist í desember 1895, átt-
unda harn námuverkamanns í þessu
námuhéraði, þar sem eldgamlir siðir
og álfatrú elur aldur sinn mitt í eld-
heitri stéttabaráttu, þar sem verkföll
og uppreisnir voru rauði þráðurinn.
Þessi ævisaga skal eigi rakin að
sinni, en lff La Pasionaríu fléttast, er
fram í sækir, saman við sögu spönsku
verklýðshreyfingarinnar og sérstak-
lega saman við hetjubaráttu spánska
lýðveldisins gegn fasismanum 1936—
39 og fjallar helmingur bókarinnar
um það tímabil.
Réttur mun gera ráðstafanir til þess
að kynna lesendum sínum þessa ævi-
sögu sem allra fyrst.