Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 14
286
R É T T U R
á næsta sumri tryggðu stjórnarflokkunum áframhaldandi valdaað-
stöðu.
Valdníðslan gegn alþýðusamtökunum og öll þróunin til harð-
stjórnaráttar á valdatíma núv. ríkisstjórnar sannar afdráttarlaust,
að sjálf tilvera frjálsra og óháðra verkalýðssamtaka er í yfirvofandi
hættu stödd og þar með grundvöllurinn að þeirri hagsmunabaráttu
alþýðustéttanna, sem ein getur hindrað áframhaldandi skerðingu
lífskjara og almennra mannréttinda og snúið vörn í sókn. Þessa hættu
verður íslenzk alþýða og öll frjálslynd öfl meðal þjóðarinnar að
gera sér Ijósa. Dómur Félagsdóms og erindrekar afturhaldsins á
Alþýðusambandsþingi eru slíkir váboðar nýfasistiskra aðgerða gegn
verkalýðshreyfingunni, að ekki verður um þá villst. Verndun sjálj-
stœðis verkalýðshreyfingarinnar jyrir áhrijum og yjirráðum ríkis-
valds og atvinnurekenda er orðið brýnasta verkejni hennar.
Hvernig verður því óhjákvæmilega verkefni sinnt með mestum
árangri? Með því að herða baráttuna í hverju einasta verkalýðsfé-
lagi gegn þeim erindrekum andstæðinga verkalýðshreyfingarinnar,
sem leynt og ljóst grafa undan siðgæðisþreki hennar, spilla sam-
heldni hennar í öllum átökum og hafa sýnt sig sem reiðubúin verk-
færi aflurhaldsins til þess að gera verkalýðshreyfinguna að undir-
lægju þess, rnönnunum, sem svíkjast undan merkjum í hverju verk-
falli ogþiggja síðan þær kjarabætur, sem knúðar eru fram, sem mútur
eftir að aðrir hafa staðið í baráttunni, mönnunum, sem greiddu því
atkvæði á Alþýðusambandsþingi að það lyti valdníðslunni í auð-
mýkt, mönnunum, sem hafa í hótunum við samtökin í krafti þess
að þeir hafi stéttarandstæðingana að baki sér. Þessi barátla verður
því aðeins sigursæl að hún sé háð með margefldu jákvæðu starfi á
öllum þeim sviðum, sem verkalýðshreyfingin lætur til sín taka.
Hún verður líka að skoðast sem gildur þáttur hinnar beinu hags-
munabaráttu, sem nú þarf að heyja af meiri festu en nokkru sinni
fyrr. Og loks er óhjákvæmilegt að hún verði tengd stjórnmálabar-
áttu alþýðunnar. — Kjaraskerðingarstefnan og valdbeitingin gegn
verkalýðssamlökunum kemst ekki hjá því að ganga undir sinn dóm
í kosningunum á næsta ári. Og þeim dómi, sem þá verður felldur,
getur verkalýðshreyfingin ráðið, ef hún vill.