Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 20
292
R E T T U R
Allir rauna hvað Þjóðabandalagið var. En Georgi Dimitroff
krafðisl þess að einnig þessi stofnun yrði hagnýtt í þágu friðarins.
„Sá sem neitar því að fólkið geti haft áhrif á Þjóðabandalagið og
einstakar kapítalistískar ríkisstjórnir," skrifar hann, „er ekki bylt-
ingarmaður heldur kjaftaskur.“
Áhyrgð og erfiðleikar friðarbarállunnar lögðust á herðar verka-
lýðsstéttarinnar. Til að framkvæma það hlutverk sem henni var
ætlað þurfti hún að ná einingu innan vébanda sinna og á alþjóð-
legum vettvangi. Að áliti Dimitroffs skyldi þessi eining á alþjóð-
legum vettvangi koma fram í „sameiginlegri alþjóðlegri stjórn-
málastefnu verkalýðsins með verndun friðarins að höfuðmarkmiði.“
Og þó ekki tækist vegna afstöðu hægrisinnaðra foringja sósíaldemó-
krata sem héldu áfram skammsýnni andkommúnistískri pólitík —
þótt ekki tækist á þessum tíma að mynda þá friðarfylkingu sem
Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna og aðrir kommúnistaflokkar
börðust fyrir, þá voru hugleiðingar Dimítroff um möguleika á því
að vernda friðinn fullkomlega réttar.
Nú þegar til er voldugt kerfi sósíalistískra ríkja og friðaröflin í
öllum löndum hafa eflzt hefur hin kommúnistíska hreyfing hagnýtt
sér á skapandi hátt skoðanir hinna beztu marxista á friðarmálum
og tekið ákveðna og ljósa afstöðu til verndar mannkynsins gegn
atómstyrjöld. I yfirlýsingu ráðstefnu kommúnistaflokka og verka-
lýðsflokka haldinnar í Moskvu segir: „Sá tími er kominn að hægt er
að koma í veg fyrir tilraun heimsveldissinnaðra árásarseggja til að
hefja heimsstyrjöld. Með sameinuðu átaki sósíalistísku ríkjanna,
verkalýðs heimsins, þjóðfrelsishreyfinganna, allra friðarsinnaðra
ríkja og friðarafla er hægt að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld.“
Og marxistar gera hér ekki ráð fyrir því að eðli heimsveldisstefn-
unnar hafi hreytzl heldur að skapazt hafi þau öfl, sem geta að engu
gert árásaráform hennar.
I dag þegar friðarharáttan hefur sérstaklega mikla þýðingu hafa
orð Dimitroffs um „sameiginlega alþjóðlega stjórnmálastefnu
verkalýðsins“ góðan hljómgrunn. Þessi meginregla hlaut alhliða
túlkun í skjölum ráðstefnu kommúnista- og verkalýðsflokka í
Moskvu.
Á þeim tíma þegar stórauðvaldið gerði fasismann að trompi sínu
og lifakkeri þurftu öll herfylki verkalýðsins að sameinast tafarlaust.
Kommúnistar voru fánaberar samfylkingarinnar og settu það skil-
yrði eitt að hinum sameiginlegu aðgerðum væri beint gegn fasisma,