Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 23

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 23
R E T T U R 295 Allar hafa þessar meginreglur ótvírætt varðveitt þýðingu sína — og við þær er þar að auki tengt vandamál sem þarf að stilla upp á breiðari grundvelli en áður en það er þýðing lýðfrelsis fyrir árang- ursríkt starf verkalýðshreyfingarinnar, það eru hin órjúfandi tengsl milli lýðrœðisbaráltu verkalýðsins og baráttu hans fyrir sósíalisma. Fasisminn staðfesti mjög rösklega þá staðreynd sem Lenin hafði þegar bent á að kapítalisminn á hinu síðasta, imperíalistíska stigi sínu afneitar og treður á lýðréttindum, beinir á öllum sviðum aftur- haldssemi sinni gegn öllum réttindum sem þjóðirnar liafa öðlast fyrir langa og harða baráttu. Georgi Dimitroff sýndi þeim mönnum enga sáttfýsi sem voru hræddir við að setja upp „jákvæðar lýðræðis- kröfur“. „Ótti við að setja fram jákvæðar lýðræðiskröfur ber að- eins vitni um það hve félagar okkar eiga langt í land með að til- einka sér starfsaðferðir í anda Marx og Lenins í hinum þýðingar- mestu vandamálum baráttulistar okkar.“ Reynsla sú sem hefur fengizt í lýðræðisbaráttunni hefur staðfest að sú pólitíska lína sem þá var sett fram og tók tillit til sérstakra sögulegra aðstæðna hefur mikla þýðingu enn í dag. Nú reynir einokunarauðvaldið að skerða lýðfrelsi og koma á einhvers konar fasisma í nýrri mynd. Því beinir verkalýðshreyfingin æ ákveðnar styrk sínum gegn einokunarhringunum sem aðalvirki afturhalds og árásarsinna. Hin alþjóðlega, kommúnistíska hreyfing hefur á ráðstefnum í Moskvu sett fram víðtæka stefnuyfirlýsingu um sameiningu allra afla sem vilja steypa einokunarhringunum, um bar- áttu fyrir lýðræði í efnahagslífi og opinberu lífi. Kommúnistar álíta baráttu fyrir lýðræði óaðskiljanlegan hluta baráttunnar fyrir sósíal- isma. Þegar fasisminn sótti fram gat aðeins verkalýðurinn — fulltrúi menningar framtíðarinnar — bjargað verðmætum menningarinnar. Tími var kominn fyrir kommúnistaflokkana, sem frá upphafi höfðu sett sér það markmið að verða pólitiskt afl á þjóðarmælikvarða að sýna eiginleika sína bæði sem boðberar lýðræðis og hins sanna full- trúa þjóðlegrar menningar. Þar með voru þær kröfur gerðar íil kommúnistaflokkanna að þeir tækju alvarlega til greina sérstök þjóðleg skilyrði í starfi sínu. Georgi Dimitroff mælti ákveðið gegn vanmati sértrúarmanna á sögulegri fortíð þjóða sinna. Þeir sem álíta, sagði hann, að slíkt komi verkalýðnum ekkert við, hafa ekkert skilið í lenínisma og eru vonlausir sem leiðtogar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.