Réttur


Réttur - 01.11.1962, Síða 23

Réttur - 01.11.1962, Síða 23
R E T T U R 295 Allar hafa þessar meginreglur ótvírætt varðveitt þýðingu sína — og við þær er þar að auki tengt vandamál sem þarf að stilla upp á breiðari grundvelli en áður en það er þýðing lýðfrelsis fyrir árang- ursríkt starf verkalýðshreyfingarinnar, það eru hin órjúfandi tengsl milli lýðrœðisbaráltu verkalýðsins og baráttu hans fyrir sósíalisma. Fasisminn staðfesti mjög rösklega þá staðreynd sem Lenin hafði þegar bent á að kapítalisminn á hinu síðasta, imperíalistíska stigi sínu afneitar og treður á lýðréttindum, beinir á öllum sviðum aftur- haldssemi sinni gegn öllum réttindum sem þjóðirnar liafa öðlast fyrir langa og harða baráttu. Georgi Dimitroff sýndi þeim mönnum enga sáttfýsi sem voru hræddir við að setja upp „jákvæðar lýðræðis- kröfur“. „Ótti við að setja fram jákvæðar lýðræðiskröfur ber að- eins vitni um það hve félagar okkar eiga langt í land með að til- einka sér starfsaðferðir í anda Marx og Lenins í hinum þýðingar- mestu vandamálum baráttulistar okkar.“ Reynsla sú sem hefur fengizt í lýðræðisbaráttunni hefur staðfest að sú pólitíska lína sem þá var sett fram og tók tillit til sérstakra sögulegra aðstæðna hefur mikla þýðingu enn í dag. Nú reynir einokunarauðvaldið að skerða lýðfrelsi og koma á einhvers konar fasisma í nýrri mynd. Því beinir verkalýðshreyfingin æ ákveðnar styrk sínum gegn einokunarhringunum sem aðalvirki afturhalds og árásarsinna. Hin alþjóðlega, kommúnistíska hreyfing hefur á ráðstefnum í Moskvu sett fram víðtæka stefnuyfirlýsingu um sameiningu allra afla sem vilja steypa einokunarhringunum, um bar- áttu fyrir lýðræði í efnahagslífi og opinberu lífi. Kommúnistar álíta baráttu fyrir lýðræði óaðskiljanlegan hluta baráttunnar fyrir sósíal- isma. Þegar fasisminn sótti fram gat aðeins verkalýðurinn — fulltrúi menningar framtíðarinnar — bjargað verðmætum menningarinnar. Tími var kominn fyrir kommúnistaflokkana, sem frá upphafi höfðu sett sér það markmið að verða pólitiskt afl á þjóðarmælikvarða að sýna eiginleika sína bæði sem boðberar lýðræðis og hins sanna full- trúa þjóðlegrar menningar. Þar með voru þær kröfur gerðar íil kommúnistaflokkanna að þeir tækju alvarlega til greina sérstök þjóðleg skilyrði í starfi sínu. Georgi Dimitroff mælti ákveðið gegn vanmati sértrúarmanna á sögulegri fortíð þjóða sinna. Þeir sem álíta, sagði hann, að slíkt komi verkalýðnum ekkert við, hafa ekkert skilið í lenínisma og eru vonlausir sem leiðtogar.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.