Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 30

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 30
302 R É T T U R ú hvers konar afurðum sem áður höfðu verið fluttar inn lil lands- ins, hrísgrjónum, baðmull, ávöxtum, hampi o. s. frv. og á þann hátt var landbúnaðarverkamönnum tryggð vinna allt árið. Hvergi á Kúbu hafa orðið jafn alger umskipti og í sveitum landsins, lífskjör sveitafólks eru gerbreytt; sveitaalþýðan sem var kjarninn í upp- reisnarliði Fidels Castro gegn Batista nýtur nú þegar árangursins af baráttu sinni. En einmitt þessi umbylting í landbúnaðarmálum sem framkvæmd var 1959 varð til þess að í fyrsta skipti skarst alvarlega í odda milli Bandaríkjastjórnar og Kúbustjórnar og þangað má rekja alla þá atburði sem síðan haja gerzt. Meirihluti ræktaðs lands á Kúbu var í eigu bandarískra auðhringa, þar á meðal United Fruit Company sem um gervalla rómönsku Ameríku gengur undir nafninu Græna ófreskjan. Þegar Kúbustjórn lagði hald á þessar erlendu stóreignir, sendi Bandaríkjastjórn þegar harkaleg mótmælti, en Fidel Castro svaraði að þeir tímar væru liðnir að orð Bandaríkjastjórnar væru lög á Kúbu. Bandarísk blöð hófu þá áróður sinn um það að upp- reisnarmennirnir á Kúbu væru handbendi Rússa og umboðsmenn heimskommúnismans, enda þótt Kúba hefði ekki einu sinni stjórn- málasamband við eitt einasta sósíalistísku ríkianna á árinu 1959. Síðari atburðir hafa leitt í liós að þegar á því ári ákváðu ráðamenn Bandaríkjanna að steypa uppreisnarmönnunum á Kúbu frá völd- um. Ástæðan var ekki fyrst og fremst sú að þeir sæju eftir jarðeign- um sínum á Kúbu, heldur óttuðust þeir að aðgerðir Kúbuhúa yrðu öllum þjóðum rómönsku Ameriku fordæmi. Hvarvelna í rómönsku Ameriku er ástandið í landbúnaðarmálum hliðstætt því sem var á Kúbu; um tveir þriðju hlutar landsins í eigu erlendra og innlendra auðfélaga, örsnauður landbúnaðarverkalýður sem þráir land og atvinnu. Bandaríkjastjórn óttaðist að fordæmi Kúbubúa færi eldi um alla rómönsku Ameríku, kollvarpaði því lénzka landbúnaðar- skipulagi sem er undirstaðan að veldi Bandaríkjanna í þessum lönd- um. Þess vegna þurfti að hrinda stjórn Kúbu af stóli á hliðstæðan hátt og stjórn Arbenz í Guatemala hafði verið steypt með banda- rísku valdboði nokkrum árum áður. Snemma árs 1960 hafði landbúnaðarframleiðslan á Kúbu þegar aukizt til muna, þar á meðal sykurframleiðslan. Kúba þurfti því á nýjum mörkuðum að halda. í febrúar 1960 gerði Kúba viðskipta- samning við Sovétríkin, og samkvæmt honum keyptu Sovétríkin um eina milljón tonna af sykri árlega um fimm ára skeið og greiddu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.