Réttur - 01.11.1962, Side 30
302
R É T T U R
ú hvers konar afurðum sem áður höfðu verið fluttar inn lil lands-
ins, hrísgrjónum, baðmull, ávöxtum, hampi o. s. frv. og á þann hátt
var landbúnaðarverkamönnum tryggð vinna allt árið. Hvergi á
Kúbu hafa orðið jafn alger umskipti og í sveitum landsins, lífskjör
sveitafólks eru gerbreytt; sveitaalþýðan sem var kjarninn í upp-
reisnarliði Fidels Castro gegn Batista nýtur nú þegar árangursins af
baráttu sinni.
En einmitt þessi umbylting í landbúnaðarmálum sem framkvæmd
var 1959 varð til þess að í fyrsta skipti skarst alvarlega í odda milli
Bandaríkjastjórnar og Kúbustjórnar og þangað má rekja alla þá
atburði sem síðan haja gerzt. Meirihluti ræktaðs lands á Kúbu var
í eigu bandarískra auðhringa, þar á meðal United Fruit Company
sem um gervalla rómönsku Ameríku gengur undir nafninu Græna
ófreskjan. Þegar Kúbustjórn lagði hald á þessar erlendu stóreignir,
sendi Bandaríkjastjórn þegar harkaleg mótmælti, en Fidel Castro
svaraði að þeir tímar væru liðnir að orð Bandaríkjastjórnar væru
lög á Kúbu. Bandarísk blöð hófu þá áróður sinn um það að upp-
reisnarmennirnir á Kúbu væru handbendi Rússa og umboðsmenn
heimskommúnismans, enda þótt Kúba hefði ekki einu sinni stjórn-
málasamband við eitt einasta sósíalistísku ríkianna á árinu 1959.
Síðari atburðir hafa leitt í liós að þegar á því ári ákváðu ráðamenn
Bandaríkjanna að steypa uppreisnarmönnunum á Kúbu frá völd-
um. Ástæðan var ekki fyrst og fremst sú að þeir sæju eftir jarðeign-
um sínum á Kúbu, heldur óttuðust þeir að aðgerðir Kúbuhúa yrðu
öllum þjóðum rómönsku Ameriku fordæmi. Hvarvelna í rómönsku
Ameriku er ástandið í landbúnaðarmálum hliðstætt því sem var á
Kúbu; um tveir þriðju hlutar landsins í eigu erlendra og innlendra
auðfélaga, örsnauður landbúnaðarverkalýður sem þráir land og
atvinnu. Bandaríkjastjórn óttaðist að fordæmi Kúbubúa færi eldi
um alla rómönsku Ameríku, kollvarpaði því lénzka landbúnaðar-
skipulagi sem er undirstaðan að veldi Bandaríkjanna í þessum lönd-
um. Þess vegna þurfti að hrinda stjórn Kúbu af stóli á hliðstæðan
hátt og stjórn Arbenz í Guatemala hafði verið steypt með banda-
rísku valdboði nokkrum árum áður.
Snemma árs 1960 hafði landbúnaðarframleiðslan á Kúbu þegar
aukizt til muna, þar á meðal sykurframleiðslan. Kúba þurfti því á
nýjum mörkuðum að halda. í febrúar 1960 gerði Kúba viðskipta-
samning við Sovétríkin, og samkvæmt honum keyptu Sovétríkin um
eina milljón tonna af sykri árlega um fimm ára skeið og greiddu