Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 57
K E T T U H
329
þjóðírelsishreyfingarinnar eru í fangelsi, og sama máli gegnir um
fjölmarga Afrikubúa, sem hafa neitað að lýsa yfir hollustu sinni
við Portúgal. Hundruð Afríkubúa eru í fangelsi eða í fangabúðum í
Bie og Baia dos Tigres. Ekki einn einasti Afríkubúi hefur ennþá
komið fyrir rétt, en margir hafa verið myrtir."
Og þetta var samið áður en borgarastyrjöldin í Angóla hafði
byrjað af fullum krafti og áður en mestu hermdarverk Salazars
höfðu verið framin.
Frclsisbaráttan i Angóla.
íbúar Angóla hafa aldrei verið ánægðir með stjórn Portúgals.
Saga landsins hermir frá fjölmörgum uppreisnum gegn erlendri
kúgun. En þessar uppreisnir voru vanalega staðbundnar, illa skipu-
lagðar og án augljóss takmarks. En á síðustu árum hefur baráttan
fyrir frelsi fengið á sig fastara mót. Svör ríkisstjórnar Salazars liafa
einkennzt af takmarkalausri grimmd.
5. febrúar 1961, voru 3000 negrar drepnir á strætum stærstu
borgar landsins, Luanda, „öðrum til viðvörunar“.
Það er engin furða þótt föðurlandsvinir í Angóla hafi áttað sig
á að vopnuð uppreisn ein getur fært þeim sigur í baráttunni við
fasistisk yfirvöld. Undir sameiginlegri forystu liafa öll stjórnmála-
samtök landsins nú hafið vopnaða baráttu gegn ríkisstjórn Salazars.
Fyrst í stað reyndi ríkisstjórnin að gera lítið úr þessari uppreisn;
taldi hana verk erlendra hersveita o. s. frv., en brátt varð hún að
viðurkenna að hér var um allsherjaruppreisn að ræða. Og íbúar
Portúgals eru stöðugt þjálfaðir í sálfræðilegum hernaði til undir-
búnings allsherjarnýlendustríði, þar sem stöðugt er skírskotað til
„föðurlandsástar“ þeirra o. s. frv. En þetta virðist ætla að bera æði
lítinn árangur. Sannleikurinn er sá, að óánægjan með stjórn Sala-
zars magnast frá degi til dags í Portúgal. Og ófriðargneistarnir í
Angóla geta haft sín álnif í Portúgal. Ef Salazar tapar stríðinu í
Angóla er veldi hans í Portúgal um leið hrunið.
Það er því lítil furða þótt portúgölsku fasistarnir beiti nú tak-
markalausri grimmd í Angóla. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
eru lieil þorp nú lögð í eyði og ibúar þeirra drepnir, jafnt ungir
sem gamlir, og í maí 1961 mun fjöldi þeirra drepnu hafa numið um
70.000, -— eða helmingi fleiri en hafa verið „siðmenntaðir“ undir
portúgalskri stjórn síðustu 5 aldirnar! Eitt vitni að þessum múg-