Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 10
282 RÉTTUR
■■ '• 3 - t. .. -----
að móta framtíðarskipulag samlaka sinna heldur heimtuðu að verða
þar úrslitaaðilar. Framrétta hönd Alþýðusambandsins um alla hugs-
anlega aðstoð í hagsmunabaráltu verzlunarfólks virtu þeir einskis,
enda alkunnugt að þeir hafa aldrei hreyft hönd að því að bæta kjör
þess heldur látið sér nægja að hirða molana af borðum húsbænda
sinna eða í bezta falli hirt árangurinn af kjarabaráttu verkalýðs-
félaganna fyrirhafnarlaust. Augljóst er því að tilgangurinn með allri
harðsækninni til þess að komast inn í Alþýðusambandið sem sterkur
áhrifaaðili var ekki af þeim toga spunninn að með því yrði bætt
aðstaða verzlunarfólks til þess að bæta kjör sín. 011 sú aðstoð, sem
Alþýðusambandið gat veitt verzlunarfólki í hagsmunabaráttunni
var til reiðu, en var ekki þegin. I stað þess hóf forusta L.I.V. mála-
rekstur gegn sambandinu og sýndi því jafnframt á annan hátt fullan
fjandskap. M. a. notuðu forustumenn L.l.V. sambönd sín við erlend
verzlunarmannasamtök til rógburðar um A.S.Í. og í verki sannaðist
hugur þeirra til verkalýðshreyfingarinnar í vinnudeilunum 1961,
þegar þeir einir allra launþegasamtaka synjuðu allri aðild að fjár-
söfnun til verkamanna, sem þá áttu í langvinnum verkföllum. En
eftir sigur verkamanna komu þessir sömu foringjar verzlunarfólks
til atvinnurekenda og báðu þá náðarsamlegast um sömu kauphækkun
og verkamenn höfðu náð fram!
Það er auðvitað hverju harni ljóst að tilgangur íhaldsforingja
L.I.V. með því að troða sér inn í A.S.Í. var ekki af hagsmunaástæð-
um sprottinn heldur sá einn að efla Sjálfstæðisflokkinn — flokk
atvinnurekenda — til áhrifa og valda innan verkalýðssamtakanna.
Og er þar komið að kjarna þessa máls. Baráttan fyrir verndun lífs-
kjara alþýðu og fyrir því að bæta þau, baráttan um tekjuskipting-
una, um Iýðréttindin hefur um langt skeið orðið að heyja á íveim
vígstöðum. Annars vegar við atvinnurekendur og ríkisvald, hins
vegar við íimmtuherdeildarstarfsemi stéttarandstæðinganna innan
verkalýðssamtakanna. Grundvallarskilyrði fyrir sigursælli hags-
munabaráttu hefur alltaf verið og mun alltaf verða að til séu verka-
lýðssamtök, sem eru hagsmunalega og skipulagslega fær um að
gegna hlutverki sínu og lúta í engu forsjá eða fyrirmælum þeirra,
sem við er að berjast, auðmannastéttarinnar.
Þennan sannleika þekkja broddar íslenzku auðmannastéttarinnar
fullkomlega og í samræmi við þá þekkingu hafa þeir háð linnulausa
baráttu fyrir því að ná undirtökunum á sjálfri verkalýðshreyfing-
unni, rugla siðgæðisvitund hennar, lama baráttuþrek hennar, gera