Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 39
Ii E T T U R
311
fremst í því, að þar átti sér að lokum stað flóknari, langvinnari,
umfangsmeiri og róttækari bylting en nokkurs staðar annars staðar.
Með fullu tilliti til þessara margþættu erfiðleika, verður hér samt
reynt að gefa stutta lýsingu á atburðarásinni í Kína síðustu árin
og nokkrum helztu sérkennum hennar.
Við rannsóknir á síðasta þróunarstigi kínversks þjóðfélags er
vorið 1958 venjulega talið marka tímamót; þá var tekin upp sú
stefna, sem kennd er við „stökkið mikla“. Minna er oftast liirt um
orsakir þessa fyrirbæris. Því má ekki gleyma, að á undan „stökkinu
mikla“ fóru athurðir ársins 1957; það ár hefur sérstöðu í sögu
Kína, jafnvel í nútímasögu þess, sem þó er svo rík að stóratburðum
og snöggum umskiptum. Vorið 1957 hélt Maó Tse-tung ræðu sína
„Um mótsagnir innan alþýðunnar“. A eftir henni fylgdi baráttan
gegn „hægri mönnunum“, sem á þessu stigi a. m. k. beindist fyrst
og fremst gegn andstöðu innan þjóðfylkingarinnar, ekki innan
flokksins sjálfs. Teng Hsiao-ping, varaforsætisráðherra, hefur skýrt
hana á þann veg, að nauðsynlegt hafi verið að útrýma borgaraleg-
um leifum í yfirbyggingu þjóðfélagsins, einkum á sviði menningar
og stjórnskipulags, eftir að einkaeign á framleiðslutækjum var af-
numin 1956 (þá var landhúnaðinum að mestu komið á samyrkju-
grundvöll og ríkið náði fullum yfirráðum yfir iðnaðinum.)
En þessi þáttur baráttunnar gegn hægri öflunum var aðeins ein
hlið miklu víðtækari umbreytingar. Ætlunin var að skapa nýja
forystusveit byltingarinnar, sem haldið gæti áfram á efnahagslegu
og félagslegu sviði þeirri barátlu, sem kommúnistar höfðu háð með
vopnum frá árinu 1927. I þessu augnamiði voru gerðar fjölmargar
ráðstafanir (menntamönnum var gert að skyldu að vinna ákveðinn
tíma í sveitahéruðunum, starfsmenn ríkisins unnu til skiptis í sveit-
um og borgum, reynt var að tengja líf stúdenta fastar við fram-
leiðsluna en áður) til að brúa bilið milli liins nýtízkulega og iðn-
vædda hluta landsins annars vegar og landhúnaðarhéraðanna hins
vegar, sem dregizt höfðu aftur úr tæknilega og menningarlega, en
voru samt höfuðstoð hyltingarinnar. Til skilnings á mikilvægi
þessara ráðstafana ber að gæta þess, að í löndum, sem búið hafa við
imperíalíska kúgun og þar áður við innlent lénsskipulag, er stað-
fest mikið djúp milli fámenns hóps manna með nútímamenntun og