Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 44
316
k É T T U U
að nýju þá þætti þjóðarbúskaparins, sem gengið höfðu úr skorð-
um.
Næstu mánuðir leiddu í ljós, að hér var aðeins um að ræða fyrsta
skrefið í aðlögun efnahagslegra og pólitískra markmiða að hlut-
verulegum skilyrðum, aðlögun, sem varð enn þá nauðsynlegri vegna
þess, að á eftir truflunum haustsins 1958 fylgdu þrjú ár óvenjulega
óhagstæðs veðurfars, sem í sumum héruðum leiddu til algers neyð-
arástands. Þetta jók auðvitað um allan helming þá erfiðleika, sem
áltu upprunalega rætur sínar í pólitík „stökksins mikla“ og upp-
byggingu kommúnanna. Sumarið 1959 reyndist því nauðsynlegt
að gera ýmsar óvæntar ráðstafanir, efnahagslegar og aðrar, og er
mjög líklegt, að á undan þeim hafi farið ákafar umræður innan
flokksins og ýmsar tillögur til úrbóta verið ræddar. A miðstjórnar-
fundi í ágúst var framkvæmd rækileg efnahagsleg endurskoðun á
öllum þeim áætlunum, sem gerðar höfðu verið í upphafi stökksins
mikla. Lagt var nú nýtt mat á ýmsa lduti, meðal annars hlutdeild
mennlamanna í uppbyggingu sósíalismans (mörgum af þeim, sem
árið 1957 höfðu verið „settir utangarðs við þjóðfélagið“ og sakaðir
um hægri villu, var nú veitt uppreisn æru í tilefni af tíu ára afmæli
byltingarinnar og þessu var síðan haldið áfram 1960 og fór mjög
í vöxt 1961; þá fór það einnig að ná til ýmissa þeirra innan flokks-
ins, sem fordæmdir höfðu verið fyrir endurskoðunarstefnu og and-
stöðu við grundvallarlínu flokksins.) Endurskoðun átti sér stað á
hlutverki hinna ýmsu þátta í þjóðfélagslegum framförum: t. d. var
nú lagt miklu meira upp úr hinni hlutlægu efnahagslegu þróun í
samanburði við virkjun fjöldans, meiri áherzla var lögð á traustar
og áreiðanlegar hagskýrslur og nákvæmt vísindalegt mat á mögu-
leikum í stað skýjaborga.
Árið 1959 var þó ástandið enn mjög óljóst og mörg fyrirbæri
voru í augljósri mótsögn við þessar ráðstafanir, t. d. harkalegar
aðfarir gagnvart hægri arminum innan flokksins. Á næsta ári styrkt-
ist hin nýja stefna og tók á sig fastara form; það ár áttu Kínverjar,
eins og áður er sagt, við að etja mikla erfiðleika, sem byrjuðu í
landbúnaðinum, en höfðu svo auðvitað sín áhrif á iðnaðinn. llaustið
1960 var byrjað að innleiða ýmsar breytingar á skipulagi kommún-
anna (farið var þó mjög gætilega í sakirnar og þess gætt að haga
þeim eftir skilyrðum á hverjum stað). Lægra settar stofnanir innan
þeirra fengu mikil völd, sér í lagi s. sn. framleiðslusveitir (þær sam-
svöruðu fyrrverandi samyrkjubúum), en einnig enn minni einingar