Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 9
BJÖRN JÓNSSON:
Alþýðusambandsþing og baráttan
um sjálfstæði verkalýðshreyf-
ingarinnar
28. þing Alþýðusambands íslands var háð í Reykjavík dagana
19.—25. nóvember og þessa þingdaga var íslenzk verkalýðshreyfing
í sviðsljósinu. veikleikar hennar og styrkur vógust á og þau átök
drógu að sér óskipta athygli alþjóðar.
Það var sannmæli, er forseti sambandsins, Hannibal Valdimars-
son, mælti í setningarræðu sinni, að þetta þing verkalýðshreyfingar-
innar væri háð í skugga þess stéttardóms, sem meirihluti dómenda
í Félagsdómi hafði fellt þá fyrir fáum dögum gegn Alþýðusamband-
inu, enda varð reyndin sú og ekki að ófyrirsynju, að megintíma
þingsins var varið til þess að fjalla um þennan dóm, orsakir hans
og afleiðingar og áhrif á starfsháttu verkalýðssamtakanna og hags-
munaharátluna.
í fljótu bragði verður þessi dómur Félagsdóms rakinn til þess,
að á 27. þingi A.S.l. var inntökubeiðni Landssambands ísl. verzl-
unarmanna afgreidd með ályktun þar sem henni var „synjað utn
sinn, meðan skipulagsmál Alþýðusambandsins eru í deiglunni“, en
jafnframt var boðin fram, til lianda L.I.V., öll aðstoð í hagsmuna-
baráttu verzlunarfólks, sem Alj>ýðusambandið gœti í té látið.
Þessari lögmætu og eðlilegu afgreiðslu inntökubeiðnar L.l.V.
vildi hin flokkspólitíska forusta Sjálfstæðisflokksins ekki una og
hóf málaferli gegn A.S.I. í þeim tilgangi að fá L.I.V. dœmt inn í
Aljiýðusambandið. Vikapiltar Sjálfstæðisflokksins, sem þarna ráða
húsum, vildu ekki una því, að verkafólkið, daglaunamennirnir,
verkakonurnar, sjómennirnir og iðnaðarmennirnir, sem byggt hafa
ujrp Alþýðusamhandið með áratuga starfi og haráttu, fengi óáreitt