Réttur


Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 33

Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 33
R É T T U R 305 árum ætlar Kúbustjórn sér að komast langt fram úr öllum öðrum löndum rómcnsku Ameríku í framleiðslu á mann. Athafnirnar á Kúbu eru undraverðar og raunar ótrúlegar, þegar þess er gætt, að Kúbumenn hafa ekki fengið vinnufrið nokkra stund og hafa jafn- framt orðið að einbeita sér að óskemmtilegri viðfangsefnum. Því átök Bandaríkjastjórnar og Kúbustjórnar fóru ekki aðeins fram á sviði viðskiptamála. Umbyltingin í efnahagsmálum varð auðvitað til þess að stéttaátökin á Kúbu mögnuðust. Að vísu hafa Bandaríkin með ofbeldi sínu tryggt Kúbustjórn víðtækari stuðn- ing en hún hefði getað hlotið með nokkru öðru móti; fjöldi fólks sem ekki hefði haft áhuga á sósíalisma við venjulegar aðstæður fylgir honum vegna þess að hann hefur reynzt leiðin til að tryggja Kúbu sjálfstæði í átökunum við Bandaríkin; brennandi metnaður og þjóðarstolt er ekki lítill þáttur í byltingunni á Kúbu. Engu að síður hafa auðmenn og aðrir sem höfðu beinan og óbeinan hagnað af efnahagslegum yfirráðum Bandaríkjanna á Kúbu snúizt gegn sljórnarvöldunum og yfir 100 þúsund þeirra hafa horfið af landi brott síðan byltingin var gerð; hefur Kúbustjórn ekki reist neinar skorður við þeim brottflutningum nema afbrotamenn eigi í hlut. En Bandaríkjamenn hafa ráðið í sína þjónustu þá úr þessum hópi sem geta gegnt herþjónustu og vilja gera það og auk þess málaliða hvaðanæva að, menn sem fúsir eru til hermennsku gegn greiðslu. A Flórída, í Guatemala og víðar hafa verið þjálfaðir herir gagn- byllingarmanna og þeim hefur verið látinn í té fullkomnasti vopna- búnaður. Vopnaðar árásir og skemmdarverk hófust þegar 1959, mögnuðust stórlega 1960 og náðu hámarki fyrri hluta árs 1961. Flugvélar hafa i sífelldu flogið yfir landið og kastað íkveikju- sprengjum yfir sykurakra, snemma árs 1960 var loftorusta yfir Havanna og féllu tugir manna sem urðu fyrir sprengjubrotum í borginni. Um svipað leyti var skip með vopnafarm frá Belgíu sprengt í loft upp í höfninni í Havanna og meir en 100 menn létu lífið. Þjálfuðum skæruliðaflokkum hefur verið varpað með fall- hlífum niður í fjöllin, en þeir hafa fljótt komizt að raun um það að skærubarátta er tilgangslaus nema menn eigi stuðning almenn- ings, og bændurnir í fjallahéruðum Kúbu eru sannarlega ekki á því að snúast gegn þeirri ríkisstjórn sem hefur fært þeim land og atvinnu; bændur sjálfir hafa afvopnað þessa skæruflokka jafn- óðum og þeir hafa komið. Skemmdarverkamönnum hefur verið laumað á land á hinni löngu strandlengju Kúbu, þeir hafa reynt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.