Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 33
R É T T U R
305
árum ætlar Kúbustjórn sér að komast langt fram úr öllum öðrum
löndum rómcnsku Ameríku í framleiðslu á mann. Athafnirnar á
Kúbu eru undraverðar og raunar ótrúlegar, þegar þess er gætt, að
Kúbumenn hafa ekki fengið vinnufrið nokkra stund og hafa jafn-
framt orðið að einbeita sér að óskemmtilegri viðfangsefnum.
Því átök Bandaríkjastjórnar og Kúbustjórnar fóru ekki aðeins
fram á sviði viðskiptamála. Umbyltingin í efnahagsmálum varð
auðvitað til þess að stéttaátökin á Kúbu mögnuðust. Að vísu hafa
Bandaríkin með ofbeldi sínu tryggt Kúbustjórn víðtækari stuðn-
ing en hún hefði getað hlotið með nokkru öðru móti; fjöldi fólks
sem ekki hefði haft áhuga á sósíalisma við venjulegar aðstæður
fylgir honum vegna þess að hann hefur reynzt leiðin til að tryggja
Kúbu sjálfstæði í átökunum við Bandaríkin; brennandi metnaður
og þjóðarstolt er ekki lítill þáttur í byltingunni á Kúbu. Engu að
síður hafa auðmenn og aðrir sem höfðu beinan og óbeinan hagnað
af efnahagslegum yfirráðum Bandaríkjanna á Kúbu snúizt gegn
sljórnarvöldunum og yfir 100 þúsund þeirra hafa horfið af landi
brott síðan byltingin var gerð; hefur Kúbustjórn ekki reist neinar
skorður við þeim brottflutningum nema afbrotamenn eigi í hlut.
En Bandaríkjamenn hafa ráðið í sína þjónustu þá úr þessum hópi
sem geta gegnt herþjónustu og vilja gera það og auk þess málaliða
hvaðanæva að, menn sem fúsir eru til hermennsku gegn greiðslu.
A Flórída, í Guatemala og víðar hafa verið þjálfaðir herir gagn-
byllingarmanna og þeim hefur verið látinn í té fullkomnasti vopna-
búnaður. Vopnaðar árásir og skemmdarverk hófust þegar 1959,
mögnuðust stórlega 1960 og náðu hámarki fyrri hluta árs 1961.
Flugvélar hafa i sífelldu flogið yfir landið og kastað íkveikju-
sprengjum yfir sykurakra, snemma árs 1960 var loftorusta yfir
Havanna og féllu tugir manna sem urðu fyrir sprengjubrotum í
borginni. Um svipað leyti var skip með vopnafarm frá Belgíu
sprengt í loft upp í höfninni í Havanna og meir en 100 menn létu
lífið. Þjálfuðum skæruliðaflokkum hefur verið varpað með fall-
hlífum niður í fjöllin, en þeir hafa fljótt komizt að raun um það
að skærubarátta er tilgangslaus nema menn eigi stuðning almenn-
ings, og bændurnir í fjallahéruðum Kúbu eru sannarlega ekki á
því að snúast gegn þeirri ríkisstjórn sem hefur fært þeim land og
atvinnu; bændur sjálfir hafa afvopnað þessa skæruflokka jafn-
óðum og þeir hafa komið. Skemmdarverkamönnum hefur verið
laumað á land á hinni löngu strandlengju Kúbu, þeir hafa reynt