Réttur - 01.11.1962, Blaðsíða 56
328
It É T T U H
stóru nýlenduveldanna á nýlendum Portúgals að Salazar fær svo
gjarnan stuðning þeirra. Og hræsni portúgölsku fasistanna er slík,
aS þótt svo stór hluti fyrirtækjanna í portúgölsku nýlendunum sé
útlendur, þá er hver arSræningi þar nefndur „föSurlandsvinur“!
Nýlendurnar eru ekki aSeins mikil gróSalind portúgölskum auS-
kýfingum. Þær eru einnig undirstaSa þess hagkerfis, sem stjórn
Salazars hefur búiS portúgölsku þjóSinni. Ifalli utanríkisviSskipta
Portúgals nemur um 178 milljón dollurum árlega. Þetta er u. þ. b.
% ríkisteknanna. Hvernig hefur hagkerfi landsins þolaS þennan
mikla halla? Fyrst og fremst vegna verzlunarinnar milli nýlendn-
anna og annarra landa og vegna verzlunarinnar milli móSurlandsins
og nýlendnanna. Portúgal selur nýlendum vörur fyrir verS, sem er
hærra en heimsmarkaSsverSiS og kaupir af þeim vörur fyrir lægra
verS en heimsmarkaSsverSiS er.
Grimmd og kúgun.
Portúgal er sennilega eina landiS í dag sem ekki aSeins notar
pyntingar á pólitískum föngum heldur réttlætir þær einnig opinber-
lega. Dr. Salazar hefur m. a. sagt:
„Eg geri ráS fyrir, aS líf nokkurra barna og varnarlauss fólks
geri meira en réttlæta fáein högg á þessi illmenni“.
Sannleikurinn er sá, aS aSeins Imtttaka í stjórnmálasamtökum
sem eru andvíg Salazar, getur nú þýtt fangelsisvist allt upp í tólf ár.
Pyntingar eru daglegt brauS og hafa veriS þaS í meira en þrjátíu
ár. Fjöldi pólitískra andstæSinga Salazars hafa veriS meir en 20
ár í fangelsi. Illræmdast alls eru Tarafal-fangabúSirnar á Cap-Verde
eyjum, þar sem margir hafa látiS lífiS.
Fyrst portúgalskir lýSræSissinnar eru látnir sæta þessari meSferS,
hvers konar meSferS skyldu afríkanskir frelsisvinir hljóta? RáS-
stefna afríkanskra föSurlandsvina, sem haldin var í London í des-
ember 1960 gaf þessa yfirlýsingu um þetta mál:
„SíSan 1957 hefur portúgalska stjórnmúlalögreglan, PIDE, aukiS
grimmdarlega kúgun sína. Portúgal hefur framkvæmt mörg glæpa-
verk, í þeim einum tilgangi aS hræSa þjóSina í Angóla: flugstöSvar;
heræfingar meS napalm (benzín) sprengjur; stöSugar íilfærslur
hersveita meS vopn sín; 20.000 hermenn í fjölmörgum herbúSum í
landinu; stanzlausar handtökur og jafnvel fjöldamorS éins og þau,
sem framin voru í Icolo og Bengo síSastliSinn júní. Margir leiStogar