Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 1
RÉTTUR
TÍMARIT U M ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
3.-4. HEFTI 46. ÁRG. 1963
Ritstjóri: Einar Olgeirsson.
Ritnefnd: Ásgeir Bl. Magnússon, Björn Jónsson, Gísli Asmundsson,
Magnús Kjartansson, Þór Vigfússon.
EINAR OLGEIRSSON:
Leið íslands til sósíalismans
Miðstjórn Sósíalislaflokksins samþykkli nú í september 1963
ýtarlega greinargerð fyrir leið íslands til sósíalismans. Er þetta rit
upp á 67 síður, er nú verður gefið út. Undirbúningur hefur tekið
mörg ár, en 13. flokksþingið, nóv. 1962, lagði endanlegt samþykki
sitt á þetta rit og fól níumannanefndinni, er undirbjó það, og mið-
stjórninni fullnaðarsamþykki. í níu manna nefndinni, er vann þetta
verk voru: Brynjólfur Bjarnason, formaður, Lúðvík Jósefsson,
Eðvarð Sigurðsson, Gísli Ásmundsson, Ásgeir Bl. Magnússon, Har-
aldur Jóhannesson, Kristinn E. Andrésson, Magnús Kjartansson og
Einar Olgeirsson. Hvíldi vandi þessa verks alveg sérstaklega á for-
manni nefndarinnar.
Rit þetta skiptist í 7 kafla.
1. Auðvaldsskipulagið.
2. Auðvaldsskipulagið á Islandi.
3. Sósíalisminn.
4. Sósíalisminn á lslandi.