Réttur


Réttur - 01.09.1963, Side 32

Réttur - 01.09.1963, Side 32
160 R É T T U R flokkana þeirri valdaaðstöðu sem meirihlutinn á þingi veitti þeim. Bœði þessi verlcefni haja verið framkvœmd, hið fyrra endanlega, hið síðara að minnsta kosti í bili. Meðan barizt var fyrir þessum verkefnum kom upp nauðsyn á samvinnu, og hún birtist á ýmsan liátt í verki. Samhugur fór vax- andi meðal verkafólks. Til þess að ná þeim markmiðum sem áðan var vikið að dró Kommúnistaflokkurinn til baka 11 frambjóðendur sína í almennum kosningum og skoraði á stuðningsmenn sína að greiða frambjóðendum sósíaldemókrata atkvæði. Þetta leiddi til þess að fiokkarnir náðu sameiginlega meirihluta á þingi. Kommún- istaflokkurinn bélt jafnframt úrslitaaðstöðu sinni á þingi*) og lýsti yfir því að hann myndi styðja ríkisstjórn sósíaldemókrata gegn hvers konar flokkasamsteypum sem borgaraflokkarnir kynnu að koma á laggirnar í því skyni að mynda borgaralega ríkisstjórn. Auðvitað fólst það í þessu að kommúnistar urðu samábyrgir um ráðstafanir ríkissljórnarinnar, þar á meðal þær sem kommúnistar voru á móli og telja enn ranglálar. En við okkur blasti sá vandi að velja hinn skárri af tveimur lökum kostum, og að sjálfsögðu íöld- um við það verri kost að borgaraieg ríkisstjórn kæmi í stað þeirrar sósíaldemókratísku. Þegar sérstaklega stendur á getur slík tak- mörkun á pólitísku athafnafrelsi orðið flokki erfið; það á einnig við um okkar flokk. Til þess að framkvæma þessa stefnu var mikilvægt að komast að niðurstöðu um það hvar hagsmunir okkar jæru saman í veigamikl- um málum, því þar var forsenda fyrir samvinnu og sameiginlegum bagsmunum. Ekki var síður mikilvægt að komast að niðurstöðu um það á hvaða sviðum okkur greindi á um rneginatriði, draga af því réttar ályktanir og láta ekki ágreining okkar koma í veg fyrir sam- vinnu. Auk þess sem hagsmunir okkar fóru saman þegar fjallað var um eítirlaunamálið og nauðsyn þess að breyta valdahlutföllunum á þingi, tryggðum við svipaða aðstöðu til verndar Idutleysi og óbáðri utanríkismálastefnu, til varnar lýðréttindum og mannréttindum sem unnizt böfðu og eflingu þeirra, og í baráttunni fyrir framförum í félagsmálum og menningarmálum. Hins vegar kom upp ágreiningur um efnahagsmál, um tengsl Svíþjóðar við ýmsar auðhringasamsteypur og um hervarnarmál. *) Á þingi skiptast sætin svo til jafnt milli sósíaldemókrala og borgara- flokkanna. Því fara þingntenn kommúnista með urslitaatkvæðin. — Ritstj,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.