Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 52
180
R E T T J R
tryggja sér olíu- og gas-lindirnar í Sahara. Talicí var að árið 1965
vrði olíuvinnslan komin upp í 50 inilljónir tonna, en á árinu 1963
verður framleiðslan aðeins 25 milljónir tonna og framleiðslumagnið
1965 verður raunar 27-—30 milljónir. Auk þess verður olían frá
Sahara að keppa við olíu frá Austurlöndum nær og hinar nýfundnu
olíulindir í Libýu þar sem framleiðslukostnaðurinn verður lægri
en í Alsír. Áætlunin um að leiða gas frá Sahara til Ruhr virðist nú
Iiæpin þar sem fundizt hafa geysimiklar gaslindir í Ilollandi, en
}fir þeim ráða Esso og Shell. Nú getur stjórn de Gaulle aðeins gert
sér vonir um að gas frá Sahara verði hagnýtt í sunnanverðu Frakk-
landi.
Áformin rekast þó fyrst og fremst á þann vilja Afríkuhúa að binda
endi á frumbýlingshátt sinn með iðnvæðingu, að hagnýta í heima-
löndum sínum þau hráefni sem nú eru flutt til Evrópu af olíuhring-
um og námahringum, að binda endi á völd erlends fjármagns yfir
nuðlindunum. Þjóðleg öfl í Afríku ætla að binda endi á arðrán er-
lendra auðmanna og koma í veg fyrir að frönsk heimsvaldastefna
geti samið við vesturþýzka heimsvaldastefnu á þeirra kostnað.
Onnur torfæra er sú staðreynd að bandamenn núverandi valdhafa
Frakklands í sambýli Parísar og Bonn eru öflugri efnahagslega og
hafa sín eigin heimsvaldamarkmið. Enda þótt valdaaðstaðan sé enn
sumum frönskum einokunarhringum í hag er heildarástandið öðru-
vísi og er sífellt að breytast í þágu Vestur-Þýzkalands. Iðnaðarfram-
leiðsla Vestur-Þýzkalands má heita jafnmikil og Frakklands og Ítalíu
saman, og gull- og gjaldeyrisbirgðir Vestur-Þjóðverja eru 42%
meiri en birgðir Frakka.
Af 15 stærstu einokunarhringum í Efnahagsbandalagi Evrópu eru
11 vestur-þýzkir, en í þeim stærðarflokki er ekkert franskt einok-
unarfyrirtæki. Séu borin saman viðskipti 100 stærstu fyrirtækja í
Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi kcmur í ljós að viðskipti þeirra
síðarnefndu eru 40—195% meiri en viðskipti frönsku fyrirtækj-
anna.
Séu iðngreinarnar alhugaðar hver fyrir sig hirtist svipuð mynd.
Þegar undan er tekið olía, flugvélasmíði, alúminíum og gler, eru
yfirburðir Þjóðverja greinilegir. Þetta sýnir að heimsvaldasinnarnir
I Bonn hafa betri horfur í baráttunni um alræði í Evrópu, og sú
staðreynd ldýtur að magna andstæðurnar milli þeirra og banda-
mannanna í Frakklandi.
Að því er varðar hugmyndina um sameiginlegan markað sem sé
sjálfum sér nógur og nái til fyrri yfirráðasvæða franskrar heims-