Réttur


Réttur - 01.09.1963, Side 33

Réttur - 01.09.1963, Side 33
R E T T U R 161 Á sviði efnahagsmála kom upp haröur ágreiningur og deilur um mismunandi afstöðu okkar til kaupgjaldsmála verkamanna, til skattamála, til húsnæðismála, vaxtamála og verðlagsmála. Eftir að ríkisstjórnin og meirihluti þingsins höfðu gert Svíþjóð aðila að fríverzlunarsvæði sjöveldanna var einnig reynt að tengja hana Efnahagsbandalaginu. Margir aðilar úr ýmsum flokkum beittu sér gegn þessari stefnu, en kommúnistar einir snerust gegn henni sem fiokkur. Á sviði varnarmála beita kommúnistar sér fyrir hlutleysi og snúast gegn öllum tilraunum til að hnekkja þeirri stefnu; við erum andvígir hinum geysilegu hernaðarútgjöldum sem tengd eru víg- búnaðarkapphlaupinu og við gagnrýnum harðlega lýðræðisskort- inn innan hersins og í hermálastefnu stjórnarinnar, hversu treg hún er að læra af revnslu frelsisbaráttunnar bæði fyrir og eftir aðra heimsstyrjöldina. En við létum ekki ágreininginn á þessum sviðum koma í veg fyrir samvinnu um þau efni þar sem hagsmunir okkar fóru saman. Við lögðum einnig áherzlu á það að mismunandi stefnuskrár og skoðanir um framtíðina mættu ekki koma í veg fyrir samvinnu. Hin endurskoðaða stefnuskrá sósíaldemókrata var frávik frá þeirri marxistisku afstöðu sem þeir höfðu áður fylgt. Þessi endur- skoðun hafði þann tilgang að aðhæfa stefnuskrána dægurmála- sLefnunni og <lraga úr ágreiningnum við borgaraflokkana um nokk- ur atriði í fyrri stefnuskrám. Það er afleiðing af þessari endurskoðun að stéltabaráttan er í nýju stefnuskránni skilgreind með orðum sem ekki bögglast eins fyrir brjósti burgeisanna. I stað þess að áður var krafizt þjóðnýt- ingar er nú rætt um svokallað „blandað þjóðfélag“ (91% auðvalds- framleiðsla í einkaeign; 5% ríkisframleiðsla og 4% framleiðsla bæjarfélaga og samvinnufélaga). I stað „stéttarríkisins“ sem um var rætt í fyrri stefnuskrá er nú rætt um „velferðarríkið“. I raun- inni er þvi haldið fram að félagsleg bylling hafi þegar verið fram- kvæmd, og nýja stefnuskráin fer fögrum orðum um stéttasamvinnu. Eins og áður hefur verið vikið að er andkommúnisminn einkenni á forustumönnum sósíaldemókrata. I stefnuskrá þeirra er því talað um eins konar samstöðu með vestrænum auðvaldsrikjum, en ekki minnzt á neina sameiginlega hagsmuni með sósíalistískum ríkjum, jafnvel ekki á takmörkuðum sviðum. Engu að síður lýsa sósíaldemókralar enn sósíalismanum sem

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.