Réttur


Réttur - 01.09.1963, Page 77

Réttur - 01.09.1963, Page 77
MAMADOU DIENNE: Látið Antonie Gisenga lausan! Enn er hætta á ótíðindum frá hinu ólánssama Kongó-lýðveldi. Ileinisvaldasinnar og erindrekar þeirra, sem myrtu Lúmúmba, liyggja nú á ný óhæfuverk. Líf Antoine Gizettga er í hættu. 3. febrúar 1962 var Gizenga handtekinn samkvæmt fyrirmælum innan- t ikisráðherrans og settur í fangelsi á eyðieynni Búlebemba. Óttinn við viðbrögð landsmanna og almenningsálitið í heiminum olli því að umboðsmenn hinnar nýju nýlendustefnu dirfðust ekki að búa honum tafarlaust sömu örlög og Lúmúmba; í staðinn var ákveðið að fjarlægja ltann í kyrrþey af stjórnmálasviðinu. En þetta bragð náði ekki tilgangi sínum. Gizenga hvarf ekki af stjórnmálasviðinu í Kongó; liann hefur í staðinn orðið merkisberi allra sannra föðurlandsvina sem berjast gegn lieimsvaldastefnunni og umboðsmönnum hennar. Hin ólögmæta handtaka Gizenga vakti mótmælabaráttu sem staðið hefur um nær tveggja ára skeið. Brot afturhaldsmanna í Kongó á sjálfsögðustu réttarreglum í því skyni að losna við stjórnmálaandstæðing hefur vakið reiði allra sem cinhvers meta lýðræði og réttlæti. Sérhver heiðarlegur Kongómaður lelur það skyldu sína, án lillils lil skoðanaágreinings, að taka þátt í baráttunni til að bjarga Gizenga. Þrýstingur alþýðu manna, barátta Þjóðfylkingar Kongó og Ein- ingarflokks Afríku, einbeittar athafnir verkamanna í Alþýðusam- bandi Kongó og mótmæli almennings um heim allan ollu því að þingið í Kongó samþykkti 1. maí s.l. ályktun þar sem þess var krafizt að Antoine Gizenga væri tafarlaust sleppt úr haldi. En full- trúanefndin sem þingið kaus hefur ekki enn fengið svo mikið sem heimild til að heimsækja Gizenga á Búlebemba-eyju. A sama tíma veldur heilsufar hans vaxandi áhyggjum. Heilsa hans versnaði til muna í september, þegar hann gerði hungurverkfall til þess að mót- mæla ofbeldi og mannúðarleysi stjórnarvaldanna. Ný mótmælaalda hefur risið í landinu. Fólk er staðráðið í því að losa Antoine Gizenga úr haldi oð koma í veg fyrir að hann verði

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.