Réttur


Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 25

Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 25
R É T T U R 153 valdsheimurinn hefur liafl uppi tilburði í þá átt. að kalla dauða cg fordæmingu yfir hinn sósíalska heim, var engu líkar, en fylgismenn sósíalismans, hérlendir yrðu felmtri lostnir. Kom þetta fram í ýms- um myndum, og næsta ólíkum. Sumir, jafnvel sprenglærðir marx- istar, þoldu ekki álagið, sögðu sig úr flokknum, sóru af sér allan kommúnisma, en voru jafnskjótt dregnir eins og fiskar um borð i skútu auðvaldsins, settir þar á stall og gerðir að hálfguðum. Aðrir hlupu í felur eins og hræddir krakkar, en komu svo aftur, þegar hryðjan var afstaðin. Enn aðrir, hinir traustu Marxistar, tóku að rýna í ritningarnar, hin sósíölsku fræði og leita að skýr- ingum á hinni óvæntu uppákomu hjá félögum okkar í útlandinu. Mér er nær að halda. að hinn marxiski grundvöllur hafi losnað undir fótum margra ágætra vina minna og félaga, er Stalín var dreginn út úr Kreml og setlur utangarðs, guð má vita hvar. Þótt allt ætlaði um koll að keyra, hér heima, út af einhverjum erlendum fyrirburðum, raskaði það aldrei sálarró minni að neinu ráði. Eg held, að ég megi þakka það því, að ég hafði aldrei neinn fræðilegan grundvöll á að standa. Það sem maður hefur aldrei átt, verður ekki frá manni tekið. Eg held, að minn grundvöllur, sé hann einhver, liggi eitlhvað innar og dýpra, kannske einhvers konar brjóstvit eða eðlisávísun, kannske reynsla langrar ævi, kannske mætti jafnvel hætla á að kalla það heilbrigða skynsemi. Þegar trúin talar, heldur skynsemin kjafti, segir Kiljan. Eg myndi vilja skilgreina mína lífsreynslu nákvæmlega með því að snúa þessu við: Þegar skynsemin talar, heldur trúin kjafti. Eg hef aldrei átt neina trú á sósíalisma sem yfirnáttúrulegt fyrirbæri, er leysti í einni svipan öll mannleg vandamál. Hef ég því engri slíkri trú að tapa, þótt eitthvað gefi á bátinn, og sitt af hverju gangi and- sælis, meðal vina okkar austan við tjald. Ef nokkur kenning gengur í berhögg við heilbrigða skynsemi, þá er það sú kenning, að vegna slíkra áfalla, eigum við að bera kross auðskipulagsins á okkar herðum um alla framtíð, vitandi þó, að syndir kommúnismans, þótt stórar séu og rnargar, eru ekki nema örlítið brot af syndum auðvaldsins. Við getum okkur að skaðlitlu, kastað frá okkur trú á kraftaverk og yfirnáttúrleg fyrirbæri, en það væri tæpast samkvæmt ábend- ingum skynseminnar, ef við neituðum því, að hin sósíölsku ríki hafa þegar gert merkilega hluti, sem og hitt, að öðruvísi og öllu skuggalegra myndi umhorfs á þessari plánetu, ef hagkerfi auðvalds- ins væri þar allsráðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.