Réttur


Réttur - 01.09.1963, Side 64

Réttur - 01.09.1963, Side 64
192 R É T T U R Og aðalatriðið með hina 5 milljarðana er að þeir munu lifa, og hvorki hungurlífi né tærast upp af sjúkdómum, — eins og sumir, sem fylgja Maltusarkenningunni nú á tímum, spá. Þegar læknislist og heilbrigðiseftirlit Yesturlanda breiðast út til þróunarlandanna, tekur mannfjölgunin stökk eins og gerðist á \esturlöndum á 18. og 19. öld. (Vér Islendingar vorum þá í röð ný- lenduþjóðanna, og erum í „stökkinu“ nú). Baade sýnir fram á að sú tækni, sem nú er beitt til fæðufram- leiðslu i háþróuðum löndum, gæti, ef henni væri beitt í öllum lönd- um heims við allt það yfirborð jarðar, sem nú er hæft til ræktunar, framfleytt 38 milljörðum manna. Og þá er ekki gert ráð fyrir að „yrkja“ sjóinn eða framleiða eggjahvítuefni úr olíu. Og það skortir heldur ekki orkugjafa framtíðarinnar. Þjóðir þróunarlandanna munu ekki láta neina nýlenduhætti eða aðalsyfirdrottnun standa í vegi framfara sinna, heldur sópa öllum slíkum hindrunum úr vegi. Og Baade ráðleggur vestrænum þjóðum að taka þátt í þeim aðgerðum, — ella .... — og hvað í þessu „ella“ felst sýnir tafla sú, er fylgir þessari grein. Hún sýnir raunsætt en samþjappað þróunina samkvæmt stefnu þeirri, er Baade hyggur að verði. Nokkru er þó bætt í eftir bandarískum heimildum. Athugum nú þessa töflu nánar. Um mannfjölgunina verður vart deilt, nema hvað þar er áætlunin um þróunarlöndin óvissust. Stuðst er við mannfjölgun áratugsins 1950—60. Bandaríkin og Sovétríkin eru þar með 1.7% fjölgun. Það kallar Baade „þriðja stig“. Árleg fjölgun í Vestur-Evrópu er 0.7% og kallar Baade slíkt „fjórða stig“, en þar er tiltölulega hægagangur kominn á fjölgunina. Þróunarlöndin hafa vaxið um 2.4% síðasta áratug og er það kallað „annað stig“ — hröð mannfjölgun. (Oss Islendingum hefur fjölgað um 2.0 undanfarna áratugi frarn að 1950, en hámarki mannfjölgunar á Islandi nær áratugurinn 1950—- 60 með 2.08% og er um leið mesta mannfjölgunar hlulfall í Evrópu.) Baade reiknar hins vegar með að nokkuð dragi úr þessum hraða í þróunarlöndunum, því er hér á töflunni reiknað með 2.2%. Taflan sýnir ennfremur þjóðarframleiðslu, nú og árið 20'00, í bandaríkjadollurum og verðlagi ársins 1960. Hvorki hernaðarfram- leiðsla Bandaríkjanna né Sovétríkjanna er talin með. Hvað allar aðrar þjóðir snertir þá er hér um að ræða þjóðarframleiðslu. Fram- leiðsla Sovétríkjanna er áætluð 62% af framleiðslu Bandaríkjanna 1960. Samkvæmt þeim tölum er framleiðsla á mann í Sovétríkjun- um mun meiri en í Vestur-Evrópu. Þetta er rétt, en lífskjör í Sovét-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.